Það eru reyndar þrjár vikur frá því að Anna stoppaði hérna í Kaupmannahöfn á ferð sinni um heiminn. Anna er stelpa sem að ég kynntist þegar ég var í Ástralíu og það var því alveg rosalega gaman að sjá hana aftur. Hún var hérna í Köben yfir helgi og við hittumst á sunnudeginum og fengum okkur brunch. Við ætluðum nú að reyna að hittast á laugardagskvölinu líka að samhæfingin gekk ekki alveg eins vel eins og við höfðum vonað svo það rann út í sandinn. Ég og Hannes fengum þá tækifæri á því í staðin að fá okkur ástralskan bjór á ástralska barnum sem að við rákumst á þetta kvöldið. Hápunkturinn var nú samt að hitta Önnu daginn eftir og rifja upp allar góðu minningarnar frá Ástralíu og skiftast á fréttum og sögum af því fólki sem urðu sameiginlegir kunningjar á meðan ég var í Ástralíu. Anna var líka að segja mér sögur og sína mér myndir frá heimsferð sinni. Hún var að útskrifast úr háskóla núna í vor og hefur síðan í ágúst verið á ferðalagi um heiminn. Hún er nú reyndar bara búin með Evrópu enn sem komið er en hún er búin að hitta alveg helling af því fólki sem að hún kynntist á meðan það var sem skiptinemar í Perth. Hún á líka enn eftir að vera að ferðalagi í 4 mánuði og hún ætlar að halda til Bandaríkjanna og Kanada á næstunni og hitta fólk sem að hún þekkir þar og auðvitað líka að skoða sig um. Ég verð nú að viðurkenna að ég öfunda Önnu dálítið á því að hafa kjark og tækifæri á því að gera þetta, að taka hálft ár og ferðast um heiminn og heimsækja fólk sem að hún hefur hitt hér og þar.
En nóg um Önnu, ég þarf líka að koma mér aftur í núið. Það eru sveitastjórnarkosningar hérna í Danmörkinni í dag. Ég og Hannes fáum leifi til að kjósa í þessum kosningum svo við getum skift okkur af hver fær leifi til að ráða hérna í kaupmannahöfn næstu árin. Ég er nú ekki búin að vera að fylgjast allt of mikið með þessari kosningarbaráttu og það er nú oft eins og að allir þessir flokkar hafi ósköp svipaðar stefnur. Ég held nú hins vegar að ég sé búin að gera upp við mig hvað ég ætli að kjósa svo ég þarf bara að muna eftir því að koma mér á kjörstað einhverntíman seinna í dag.
Það gengur alveg ágætlega með verkefnið eins og er. Þetta er alltaf dálítið upp og niður en ég er að minnsta kosti mjög jákvæð eins og er. Það lítur nefnilega út fyrir að ég geti farið að safna mikið af gögnum fyrir skýrsluna mína í næstu viku og svo get ég vonandi að mestu leiti klárað þessa gagnasöfnun í þarnæstu viku sem að passar alveg ágætlega inn í tímaáætlunina mína.
... nú er bara einn mánuður (og einn dagur) þangað til að við komum í heimsókn á klakan.
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli