Það var DØK galaveisla um síðustu helgi, þetta er sem sagt galaveisla í náminu mínu þar sem að öllum sem eru í skólanum núna og allir þeir sem hafa lokið náminu eiga kost á því að koma. Þetta finnst mér reyndar ein af skemmtilegri DØK veislunum þar sem að það er góður tími til að spjalla við fólk á meðan á matnum stendur. Á milli rétta getur maður svo líka farið á smá flakk og plantað sér á önnur borð svona rétt á meðan. Ég skemmti mér líka alveg jafn vel og alltaf við að horfa á blessaða danina dansa þennan líka undarlega samkvæmisdans sem að er hefð við þessa veislu. Ég þurfti í bókstaflegri merkingu að halda mér í stólinn til þess að vera ekki dregin út á dansgólfið. Mér tókst hins vegar að forðast þá niðurlægingu en ég gerði hins vegar þau mistök að nefna það að ég mundi geta dansað á næsta ári ef að einhver legði það á sig að kenna mér dansinn. Það var mér tjáð að væri ekkert vandamál svo ég verð bara að vona að allir verði búnir að gleyma þessu að ári.
Þessi helgi er reyndar full bókuð með veislum. Ég er að fara í Julefrokost, eins og það kallast á góðri dönsku, með vinnunni á morgun. Þetta er næstum heilsdags viðburður og við eigum víst að fara að gera eitthvað skemmtilegt á Kastrup flugvellinum áður en að við förum að borða. Við erum ekkert búin að fá að vita hvað þetta er sem að við erum að fara að gera en þetta á örugglega eftir að verða skemmtilegt. Á laugardaginn erum við síðan að fara í partý hjá einum íslendinginum hérna á kollegíinu. Hann var að klára sveinspróf í gullsmíði og er að fara að halda upp á það með heljarinnar partýi.
Lokaverkefni: búin að skrifa ca. 50% og Hannes er að lesa það yfir núna. Hitti kennarann í gær og hann var bara nokkuð sáttur við það sem komið er.
föstudagur, nóvember 25, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli