Julefrokosten í vinnunni var mjög skemmtilegur. Við byrjuðum á því að fara til í heimsókn til SAS þar sem að við fengum að kynnast smá því sem að áhöfnum og flugmönnum er kennt í sambandi við öryggi og rýmingu flugvéla. Þarna fræddist maður um hinar ýmsu staðreynir í sambandi við þetta. Vissuð þið t.d. að þegar flugvélar eru rýmdar með hjálp þessara renna sem eru við hverjar dyr þá er það gert á 90 sekúndum og um 60% farþeganna brýtur að minnsta kosti eitt bein. Við fengum hins vegar að skemmta okkur við að prófa svona rennibrautir svo ég get að minnsta kosti huggað mig við það að líkurnar á því að ég verði ein af þessum 40% sem ekki brjóta neitt eru búnar að aukast þónokkuð. Ég get hins vegar alveg sagt það að það er geðveik traffík í þessum rennum ef rýmingin á að takast á 90 sekúndum og þegar maður hoppar út á rennuna líður manni eins og maður sé að fara að hoppa ofan á manneskjuna á undan. Við fengum líka að prófa það að vera lokuð inn í lítilli flugvél, þar sem að allt var svo fyllt af reik og við þurftum að koma okkur út. Það sem var verst í þessu tilfelli var að þó að okkur það hafi tekist að opna afturhurðina til að komast út þá sá maður ekki handa sinna skil fyrir reik og maður hoppaði því bara út og treysti á það að rennan væri á sínum stað. Þetta var nú það mest spennandi sem að við gerðum þarna en síðan sáum við alveg helling af öðrum útbúnaði og komumst að fleiri skemmtilegum staðreyndum, eins og t.d. það að flestir eldar í flugvélum nú til dags er valdið af áhöfninni og að það er súrefni í súrefnisgrímunum í Boeing 747 endist í 12 mínútur. Þessi fræðsluferð var nú hins vegar bara byrjuninn á deginum en afgangnum var nú hins vegar eitt í að borða mjög hefðbundin danskan julefrokost mat. Þar sem að auðvitað var boðið upp á alveg helling af síld og snafs. Það var líka blóðmör á borðum og ég verð nú reyndar að viðurkenna að ég hef ekki smakkað dansk blóðmör áður. Hún var borinn fram með kanilsykri og eplamauki og það er nú líka hreinlega bara staðreyna að íslenska blóðmörin smakkas þónokkuð betur. Eftir máltíðina var haldið út á lífið eða réttara sagt á næsta skemmtistað og þar eyddi ég restinni af kvöldinu. Ég fór bara nokkuð snemma heim þar sem að planið var að reyna að gera að minnsta kosti eitthvað í verkefninu á laugardeginum. Ég frétti það síðan að það hafi verið stuð í hluta af mannskapnum langt fram á nótt.
Mér tókst svo sem að vinna eitthvað aðeins í ritgerðinni á laugardeginum en það var hins vegar líka orðin brýnasta þörf á því að þrífa heimilið svo ég slapp nú ekki alveg við að taka þátt í því verkefni. Um kvöldið var síðan haldið í áðurnefnt útskriftarpartý þar sem að boðið var upp á nóg af veitingum. Gestgjafinn var búinn að reikna út að ef það kæmu um 60 manns þá væri ½ kassi af bjór og ½ lítri af áfengi á mann. Það komu nú alveg örugglega að minnsta kosti 60 manns en það var nú samt enginn skortur á drykkjarföngum. Ég tók því líka rólega þetta kvöldið og laumaðist heim um eitt leitið og vaknaði síðan 5 tímum seinna þegar að Hannes skreið í bælið.
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli