þriðjudagur, september 06, 2005

Vinabönd

Ég tók mig saman um daginn og skrifaði langan email á ensku. Ég hef ekki skrifað mikið til allra vinanna sem að ég skrifast á við á ensku allt sumarið og það var því kominn tími á email þar sem að þau fengu að heyra um allt það skemmtilega sem að ég hef verið að gera í sumar. Þetta leiddi líka til þess að ég fékk svar frá mörgum svo núna veit ég líka aðeins hvað er að gerast í lífi allra sem ég kynntist í Ástralíu. Það var gott að heyra að allir hafa það gott og greinilega mikið í gangi hjá flestum. Það var líka óformlegt boð í brúðkaup frá indónesísku stelpunni Kitty sem að ég kynntist í Ástralíu. Hún var að trúlofast fjarskyldum frænda sínum, sem foreldrar hennar kynntu hana fyrir, og það er líklegt að brúðkaupið verði í ágúst á næsta ári. Það ætti að minnsta kosti að vera nægur tími til að gera ferðaplön og við erum mikið að íhuga að fara ef að við einhverntíman fáum formlegt boð. Við fórum nú reyndar aðeins að athuga með ráðleggingar frá hinum ýmsu utanríkisráðuneytum í sambandi við ferðir til þessa hluta Indónesíu, Kitty býr sem sagt í þriðju stærstu borginni sem ekki liggur mjög lang frá hinu umtalaði og umdeilda Ache héraði. Eftir að hafa komist að því að þessi hluti Indónesíu sé ekki talinn vera mjög hættulegur, bara nokkuð hættulegur, tókum við nú samt bæði eftir því í fréttunum núna áðan þegar minnsta var á flugslysið sem átti sér staði í borginni í dag. Við vorum nú líka að velta því fyrir okkur hvernig fjölskylda og vinir á Íslandi bregðast við ef að við förum og fólk fréttir að við höfum skroppið í brúðkaup til Indónesíu en höfum því miður þurft að afþakka nokkur boð í brúðkaup á Íslandi. Við verðum bara að vona, ef til kastanna kemur, að allir hafi skylning á því að svona hlutir sem að maður líklega einungis hefur tækifæri á að upplifa einu sinni á ævinni getur maður hreinlega ekki látið fram hjá sér fara.

Engin ummæli: