Það var sumarveisla hérna í Sólbakkanum á laugardaginn. Þetta felur nú aðallega í sér að allir safnast saman úti í garði þar sem fyrri hlutanum af deginum er eitt í að hafa ofan af fyrir krökkunum og seinni partinn og kvöldið reyna foreldrarnir og við barnlausu líka að skemmta okkur. Þetta var alveg ágætis veisla sem að nefndinni tókst að hræra saman að þessu sinni og það var meira að segja uppistand um kvöldið, sem reyndar var sérstaklega tekið fram að væri ekki fyrir börn svo þau voru send upp á bar að horfa á videó. Það er alveg frábær hugmynd finnst mér að geyma börnin bara á barnu á meðan að foreldrarnir skemmta sér. Þessi veisla, eins og svo sem flest allar aðrar garðveislur, endaði auðvitað með að það voru teknir fram gítarar og fjöldasöngur mikill upphófst. Þetta er nú varla frásögu færandi nema hvað íslendingunum og færeyingunum tóks að fæla alla danini úr veislunni með því að geta ekki komið sér saman um hvað ætti að syngja í spila. Það voru því tveir mjög háværir hópar að keppast við að skemmta öllum nágrönnunum sem höfðu flúið inn og voru að reyna að fá sér smá blund áður en krakkarnir vöknuðum kl. 7 næsta morgunn.
Þetta voru nú svo sem ekki mikil rólegheit en þau komu hins vegar á sunnudaginn þar sem ég reyndi að eyða smá tíma í að læra en annars var nú mest lítið gert hérna á þessu heimilinu. Við sáum reyndar góða bíómynd, Hotel Rwanda, sem að svipar kannski dálítið til Schindler's List. Þessi mynd fjallar um fólk sem er að flýja undan kynþáttahreynsunum sem eiga sér stað í Rwanda og hvernig framkvæmdastjóri á hóteli höndlar það þegar að fjöldi flótamanna safnast uppi hjá honum. Við sáum reyndar líka aðra góða mynd um helgina, sú kallast Godbye Lenin og fjallar um líf einnar austur-þýskar fjölskyldu á þeim tíma þegar að múrinn fellur. Restinni af rólegheitahelginni var síðan eitt í að spila tölvuleik. Ég og Hannes voru að spila á móti hvort öðru í StarWars Galactica Battlegrounds og ég verð héld ég bara að viðurkenna að þetta sé ekki mín sterkasta hlið þar sem að Hannes vann mig í öll skiftin.
mánudagur, ágúst 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli