Það eru bara nokkuð góðar fréttir af mér núna. Ég var á fundi með leiðbeinandanum mínum og öðrum kennara í sambandi við verkefnið mitt í gær og það gekk bara svona líka vel. Ég er sem sagt núna búin að fá leifi til að nota þriðja árs nemendur í náminu mínu sem tilraunadýr (ha ha ha). Svo nú er að minnsta kosti einni stórri hindrun hrint úr vegi á leið minni til að klára þetta blessaða verkefni. Það er svo sem alveg nóg annað eftir en samt gott að sjá þegar að hlutirnir eru í réttum farvegi.
Annars er ég að drífa mig að skrifa þetta áður en að næstu gestir koma. Magga, Hlynur, Kristín Heba, Gerða og Hérdís voru sem sagt hérna um helgina og síðan er Ásdís, systir hans Hannesar, og börnin hennar þrjú að koma núna eftir smá stund. Við höfðum nú samt sem betur fer einn dag til að jafna okkur og þrífa aðeins og svona.
Helgin síðasta var hins vegar alveg frábær. Þetta var auðvitað algjör verslunarmannahelgi svo það var skemmt sér öll kvöld og ekki vaknað fyrr en vel eftir hádegi. Það gekk líka ýmislegt á í skemmtanalífinu. Ég og Gerða voru í því að næla okkur í einhverja unglingspilta, að minnsta kosti þangað til að Gerða datt fram af sviðinu og lenti beint á hausnum. Þá ákváðum við að kannski væri nóg komið á fórum heim í rúmið eftir að hafa reynt að kæla kúluna á höfðinu á Gerða. Hlynur stóð sig líka vel í skemmtanalífinu og gat alveg haldið sér á fótum til klukkan tvö um nóttina en þá var hann hins vegar búin að fá alveg nóg og Hannes þurfti að bera hann heim þar sem Hlynur svo svaf á sínu græna eyra langt fram á næsta dag.
Gestirnir fóru síðan á U2 tónleika á sunnudaginn. Ég (og Hannes) vorum hins vegar ekki með miða svo við fylgdum bara gestunum á svæðið og fórum síðan heim og reyndum aðeins að hvíla okkur eftir helgarátökin. Það gekk nú svo sem alveg ágætlega, það er að segja þangað til að gestirnir hringdu kl. 2 um nótt þar sem að þau höfðu villst á leiðinni heim af tónleikunum. Við aumkuðum okkur auðvitað yfir þau og náðum í þau enda kannski ekki gott að hafa gestina gangandi um eitt af verstu hverfunum í Kaupmannahöfn um miðja nótt. Ég held nú samt að þau geti alveg sætt sig við þennan langa göngutúr og mér skildist það að það gæti hvort sem er ekkert eyðilagt kvöldið fyrir þeim þar sem að U2 tónleikarnir voru víst alveg frábærir. Ég verð greinilega bara að fara næst !!!!!
Jæja, þá eru nýju gestirnir að koma svo það er vissara að fara að heilsa upp á þá. Ég reyni kannski að skrifa eitthvað frá Moskvuferðinni þegar ég kem heim þaðan á mánudags kvöldið.
fimmtudagur, ágúst 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli