föstudagur, júlí 22, 2005
Lærdómur og Harry Potter
Þetta er allt það sem ég er búin að vera að gera frá því um síðustu helgi. Sem er líka ágætt þar sem að það er nákvæmlega það sem að ég á að vera að gera. Að minnsta kosti fyrri hlutan, það er kannski hægt að deila meira um Harry Potter. Ég stóðst hins vegar ekki freistinguna og fór í fyrradag og keypti nýju Harry Potter bókina. Hún er nú líka alveg að verða búin núna og hefur verið alveg ágæt fram að þessu en ég mundi nú samt ekki segja að þetta væri algjört meistaraverk. Mér finnst dálítið að það sé verið að nota þessa bók til þess að útskýra og klára helling af hlutum áður en það kemur að stóra endinum í næstu bók. Síðan held ég líka næstum að ég sé búin að finna út hver af persónunum í bókinni mun deyja en ég á eftir að komast að þessu öllu seinna í kvöld. Annars er bara allt rólegt hérna hjá mér og ekkert búið að skipuleggja neitt spennandi um helgina svo ég reikna bara með að það verði meiri lærdómur á dagskránni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli