mánudagur, júlí 04, 2005

Skilmingar og golf

Það er nú alveg búið að vera smá að gera núna um helgina. Ég var búin að jafna mig nógu mikið á föstudaginn til að fara í vinnuna og taka þátt í skemmtidagskránni sem að var búið að skipuleggja fyrir okkur. Við lögðum að stað klukkan 11 um morguninn og fórum í skilmingaklúbb þar sem að við lærðum undirstöðuatriðin í skilmingum. Eftir að við vorum búin að læra þetta fengum fórum við öll í skilmingarbúning með grímu og öll tilheyrandi og síðan fórum við í skilmingarkeppni þar sem að við fengum leyfi til að reyna að stinga hvort annað eins mikið og við gátum. Eftir þetta fórum við í pylsuvagn og fengum okkur hádegisverð þar sem að við vorum auðvitað bara rétt að byrja daginn. Við héldum svo á golfvöll þar sem að við fengum smá kennslu í að pútta og að slá langt og þar á eftir fengum við að fara út á völlinn og spreyta okkurá þremur stuttum holum. Þessi stuttu kynni mín af golfi á föstudaginn staðfestu hins vegar það sem að ég helt að golf er ekki íþrótt fyrir mig. Íþrótt þar sem að það er ekki litið hýru auga á það þegar að maður hoppar aðeins um og lætur heyra í sér þegar að það gengur vel eða illa svo að ég held ekki að ég sé í neinni hættu á að fá golfæði. Restinni af deginum var síðan eitt í að frá kvöldmat og skemmta okkur á einhverji krá niður í bæ.

Núna eru Magga, Hlynur og Alexander komin og búin að vera frá því á laugardaginn. Við erum svo sem ekkert búin að vera að gera rosalega mikið þar sem að það er búið að vera alveg rosalega gott veður svo tíminn er að mestu búin að fara í að liggja úti í garði og slappa af. Við fórum nú reyndar á ströndina í dag og nutum spánarblíðunnar hérna í Danmörkinni. Síðan erum við bara búin að vera að grilla og fara niður í bæ og labba smá um og virða fyrir okkur mannlífið. Magga, Hlynur og Alex ætla nú hins vegar að gera alveg helling á meðan að þau eru hérna og þau ætla að fara að drífa sig í Tívolí á morgun og eitthvað svoleiðis. Við komumst því miður ekki með þar sem að við þurfum auðvitað að mæta í vinnuna en ég reikna nú líka alveg með að þau eigi eftir að spara sig sjálf.

Engin ummæli: