Ég er smá veik eins og er og ég ligg núna bara heima í rúminu undir sæng og reyni að láta mér batna. Ég er að reyna að drífa mig í að láta mér batna þar sem að það verður alveg helling að gera um helgina. Það er veisla í vinnunni á föstudaginn og það er alveg heljarinnar dagskrá. Þetta byrjar víst allt klukkan 11 um morguninn og við eigum að taka með okkur inni- og úti- íþróttaföt og auðvitað fín föt fyrir kvöldið svo að þetta verður örugglega eitthvað skemmtilegt. Síðan eru Magga, Hlynur og Alexander að koma í heimsókn á laugardaginn. Svo ég þarf líka að vera í góðum gír þá til að geta tekið alminnilega á móti gestunum og svona. Mig er líka farið að hlakka mikið til að fá þau í heimsókn og vonandi eigum við eftir að geta fundið okkur eitthvað skemmtilegt að gera á meðan þau eru hérna.
Þetta próf sem að ég var í á síðasta föstudag gekk alveg ágætlega, ég fékk 8 í þessu síðasta prófi mínu í örugglega mjög langan tíma. Ég var mjög ánægð þegar ég var búin með þetta og það gekk upp fyrir mér að núna á ég bara eftir að gera þetta blessaða verkefni og þá er ég búin í skólanum :-) Svo núna er bara að fara að rumpa þessu af.
fimmtudagur, júní 30, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli