Magga, Hlynur og Alexander eru hérna í heimsókn hjá okkur núna, eins og ég er svo sem búin að minnast á áður. Þau eru með íbúð á leigu hérna og það gerir þetta allt alveg rosalega þægilegt fyrir okkur öll og þau fá smá frið til að sofa út á morgnanna þó að ég og Hannes þurfum að brölta í vinnuna. Við erum hins vegar búin að hafa það mjög gott saman og það er nánast grillað á hverju kvöldi og setið úti í 25 stiga hita og borðaður kvöldmatur. Vegna þess hvað það er búið að vera heitt hefur nú svo heldur ekki verið mikil orka í mannskapnum að gera eitthvað mikið annað en bara að sóla sig og slappa af. Við ákáðum því síðastliðna helgi bara að skella okkur aftur á ströndina og fundum þessa fínu strönd þar sem að við gátum sólað okkur og baðað okkur í sjónum svo að það var algjör spánarstemming hjá okkur. Það var nú reyndar síðan farið í dýragarðinn á sunnudaginn enda var búið að lofa litla gutta því. Annars er hins vegar algjörlega búið að fá það á hreynt að Kristín Heba er besta frænka í heimi og það á held ég enginn eftir að komast með tærnar þar sem hún hefur hælana í þeim efnum. Alexander var meira að segja að spyrjast fyrir um það í dag hvort að það væri ekki bara hægt að fara heim til Íslands degi á undan áætlun til að hitta Kristínu og losna frá Sigrúnu gribbu. Ég er greinilega svo mikil gribba að hann þorði ekki einu sinni að spyrja sjálfur hvort að hann mætti fá ís í eftirrétt, að minnsta kosti ekki án smá aðstoðar frá mömmu sinni.
Það fer nú hins vegar að líða að því núna að allir gestir og heimilisfólk yfirgefi mig. Ég skil ekkert í því að fólk vilji fara úr góða veðrinu hérna en það er greinilega eitthvað sem að tosar á Íslandi. Ég er nú líka eiginlega bara að vona að það eigi eftir að vera skíta veður hérna í Danmörkinni næstu tvær vikurnar því að það mundi örugglega auðvelda mér að einbeita mér að lærdómnum. Lærdómur er einmitt þap eina sem er á dagskránni hjá mér á næstunni, reyndar fyrir utan tónleikana með SigurRós sem að eru á laugardaginn.
miðvikudagur, júlí 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli