... ekki bíómyndin heldur ég. Það eru sem sagt allir gestir farnir og Hannes líka og svona verður þetta fyrir mig næstu vikunu og rétt rúmlega það. Ég er líka í sumarfríi í vinnunni svo að það er ekkert víst að það eigi eftir að vera mjög mikil mannleg samskipti í gangi hjá mér á næstunni. Það var nú reyndar líka planið þar sem að ég á að eyða kröftunum í að vinna í lokaverkefninu mínu. Ég held því nú samt fram að það sé ekki holt að klippa svona á öll mannleg samskipti svo að ég ákvað að trappa þetta niður. Ég fór því í bæinn með Janni á föstudaginn, við fórum að reykja vasspípu (Janni reikti á meðan að ég drakk arabískt tee) og síðan endaði kvöldið auðvitað á dansstað fyrir samkynhneigða (Janni fékk að ráða). Þar skemmtum við okkur mjög vel þó að ég sé ekki alveg vissu um að ég hafi fílað að vera á dansgólfinu með svo mörgum strákum sem dansa betur en ég.
Í gær var síðan stórviðburður helgarinnar þar sem að ég fór á tónleika með SigurRós og skemmti mér auðvitað alveg frábærlega. Það var alveg yndislegt að sjá hvað þetta eru geðveikt góðir tónlistamenn og hvernig þeir hreynlega hálf hlaupa á milli hljóðfæra til að geta náð ölum hljómunum sem að eru í tónlistinni þeirra. Þetta var nú svo sem ekki neitt rosalega kvöld hjá mér þar sem að ég fór bara heim eftir tónleikana og fór að sofa. Ég var nefnilega búin að skipuleggja lærdóm og vaknaði meira að segja kl. 9 á sunnudagsmorgni til að geta byrjað á þessu og núna ætla ég svo að fara að halda áfram.
sunnudagur, júlí 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli