föstudagur, maí 27, 2005

Óvænt símhringing

Ég fékk dálítið underlegt símtal á þriðjudagskvöldið. Ég greip símann og sá að þetta var Gummi frændi sem að var að hringja svo að ég varð meira en lítið undrandi þegar að strákurinn í símanum kynnti sig. Þetta var Ásgeir, hann var með mér í Bachelornáminu en ég hef ekki heyrt mikið frá honum frá því að hann flutti til Íslands fyrir tveimur árum síðan. Þetta var því óvænt ánægja og ég komst sem sagt að því að kærastan hans Ásgeirs og Ingibjörg, kærastan hans Gumma, eru mjög góðar vinkonar og þess vegna var Ásgeir að hringja frá símanum hans Gumma. En þetta þýddi sem sagt að Ásgeir bauð mér í grill í kvöld á Øresundskolleginu. Það var mjög gaman að hitta Ásgeir aftur og heyra smá um hvað hann er búin að vera að gera af sér á Íslandi. Það var líka mjög góð stemming og Gummi og Ingibjörg voru þarna líka. Þetta finnst mér líka bara svo vel sýna að þetta er alveg rétt sem að maður er að telja þessu blessuðum dönum trú um að allir á Íslandi þekkja alla eða að minnsta kosti er alltaf mögulegt að finna einhvern sameiginlegan kunningja.

Annars er svo sem ekki mikið í gangi hjá mér eins og er annað en að ég ætti auðvitað að vera að læra núna og síðan ætla ég að reyna að vera dugleg um helgina líka. Mér er hins vegar boðið í afmæli á laugardaginn og það á að vera mjög gott veður svo að ég á örugglega eftir að taka smá hlé á laugardaginn til að njóta veðursins og félagsskapsins í afmælisboðinu.

Engin ummæli: