Ekki neitt nema að þetta er bæði eitthvað sem ég á eftir að skrifa um hérna.
Ég og Hannes erum núna búin að fara í tvo tíma í dansskólanum. Þetta er samt sagt kúbönsk salsa sem að við eigum að vera að læra. Þetta gengur nú svona upp og ofan en ég held nú samt að við séum búin að ná svona nokkurn vegin tökum á þessum tveimur sporum sem að vi erum búin að læra fram að þessa. Það er alveg helling af fólki í þessum tímum svo það er greinilega alveg helling af fólki sem að, eins og okkur, finnst því hafa þörft fyrir að læra að dansa af alvöru. Svo vonandi eigum við eftir að geta dansað eitthvað smá salsa þegar þessar átta vikur með danskennslu eru liðnar. Ég þarf hins vegar að fara í það núna að reyna að redda einhverji salsatónlist svo að við getum æft okkur að dansa hérna heima :-) Ég býð bara eftir að heyra hvað Hannes verður ánægður með þessa hugmynd mína. Hannes á hins vegar ekki eftir að komast í danskólan í þessari viku. Svo ég verð að taka ekstra vel eftir til að geta kennt honum það sem að við lærum í vikunni. Ástæðan fyrir þessu er að Hannes er í Bandaríkjunum, nánar tiltekið Dallas, Texas, þessa vikuna. Það er varla hægt að komast í meira Bush land svo það verður örugglega gaman fyrir Hannes að sjá hvort að þessir blessaðir amríkukanar séu eins dáleiddir af Bush og þeir líta út fyrir að vera. Annars hlakkar mig bara til að sjá kúrekahattinn og -stígvelin sem að Hannes vonandi á eftir að kaupa sér í Dallas. Það væri að minnsta kosti alveg frábært ef að hann gerði það.
Ég er sem sagt ein heim fram á næsta mánudag en ég ætla að reyna að nýta tímann vel og vera duglega að læra. Ég get nú svo sem ekki sagt að ég hafi verið mjög duglega við það eftir að Hannes fór í gær en að minnsta kosti náði ég að klára verkefnið sem ég var að vinna að í kvöld. Það þýðir nú hins vegar engin hvíld fyrir mig heldur bara að ég get þá farið að einbeita mér aftur að lokaverkefninu mínu. Sem er reyndar alveg ágætt þar sem að það er þónokkuð meira spennandi svo það verður vonandi aðeins auðveldara að halda sér við efnið.
þriðjudagur, maí 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli