mánudagur, maí 30, 2005

Undarlegar aðstæður

Þetta gerðist á föstudaginn síðasta og ég hreynlega bara verð að skrifa um þetta hérna. Það var mjög gott veður svo að við fórum öll úr vinnunni niður í Nyhavn kl. 15 og sátum þar og fengum okkur nokkra bjóra og sátum og slöppuðum af. Það kom svo auðvitað að því að Lars þurfti að fara að hitta vini sína og við ákáðum því nokkur að fylgja honum upp á Kongens Nytorv. Það leiddi síðan auðvitað til þess að við fengum okkur nokkra bjóra í viðbót með þessum vinum hans Lars. Þar sem að enginn var með plön fyrir kvöldið þá ákváðum við að hittast heima hjá mér aðeins seinna og fá okkur eitthvað að borða og sjá hvað yrði úr kvöldinu. Einn vinur Lars fékk að fljóta með og þar sem að allir aðrir þurftu eitthvað að fara að stússa fyrst, nema þessi gæi sem að ég þekki ekki neitt, þá endaði þetta með því að við hjóluðum heim og hin ætluðu svo að hitta okkur þar. Sem betur fer þá sátu alveg helling af íslendingunum úti í garði þegar að við komum hingað heim og ég fékk gæja bara til að setjast með þeim öllum og þarna sat ég úti í garði með einhverjum dana sem ég hafði aldrei hitt áður reyndi að útskýra fyrir íslendingunum hvernig ég endaðu í þessari undarlegu aðstöðu. Eftir að allir vinnufélagarnir voru svo búnir að hringja og segja að þeim mundi seinka sem að svo leiddi til að íslendingarnir aumkuðu sig yfir okkur og gáfu okkur að borða. Svo ég fékk að minnsta kosti alveg rosalega góða fiskisúpu út úr þessu öllu. Vinnifélagarnir komu svo á endanum eftir að við vorum búin að skemmta okkur þarna í garðinum og býða eftir þeim í einn og hálfan tíma. Við skemmtum okkur hins vegar vel þegar að gestirnir loksins mættu á svæðið en mér fannst þetta hins vegar dálítið undarleg aðstæða að vera í.

Eftir partýið var ég kannski ekki alveg eins dugleg á laugardaginn eins og ég hafði hugsað mér. Ég kenni nú reyndar líka góða veðrinu um þetta sem að gerði að ég eyddi megninu af laugardeginum úti í garði þar sem að allir afmælisgestirnir hjá Bjarti voru. Ég var svo líka smá dugleg að þreif íbúðina til að Hannes þyrfti ekki að gera það þegar að hann kemur heim á morgun.

Ég þarf núna að fara að skrifa email til allra sem að ég þekki þar sem að ég veit alveg að það á ekki ein einasta manneskja eftir að kíkja hérna inn til að lesa þetta :-)

Engin ummæli: