laugardagur, júní 11, 2005

Gluggaveður

Það er nákvæmlega þannig sem að veðrið er hérna í Köben eins og er. Það er sólskin úti og þetta lítur allt rosalega vel út þegar maður situr inni. Maður verður hins vegar fyrir smá vonbrigðum þegar maður kemur út, það er nú ekki beint sólbaðsveður hérna eins og er. Ekki nema að maður ætli að vera í sólbaði í öllum fötunum. Þetta er nú kannski allt í lagi þar sem að ég á hvort sem er að halda mig innandyra og vera að læra. Ég þarf bæði að vinna í lokaverkefninu og síðan þarf ég að lesa eitthvað dálítið af efni fyrir prófið sem að ég þarf víst að fara í eftir tvær vikur.

Annars fer hinn venjulegi sumar gestagangur brátt að fara í gang. Bjössi og Dúna eru að koma í næstu viku og síðan eru ekki nema þrjár vikur þangað til að Magga, Hlynur og Alexander láta sjá sig í Köben. Mig er farið að hlakka til að sjá fólkið, sérstaklega þar sem að ég ætla ekki að fara heim í sumar og verð þess vegna bara að láta mér þessar heimsóknir nægja.

Annars er ósköp lítið að frétta. Ég er reyndar búin að ákveða að ég fari aldrei aftur á lesbíu kaffihús á fimmtudagskvöldi, sérstaklega þegar ég á að mæta í vinnuna á föstudegi. Ég komst að minnsta kosti að því að þetta getur farið alveg hræðilega úr böndunum og framistaðan daginn eftir var alveg eftir því. En þetta var hins vegar alveg ágætlega skemmtilegt og það var yndislegt að fylgjast með öllum þessu mismunandi karakterum sem að voru á þessu kaffihúsi. Janni, ein sem ég vinn með, dróg mig með og hún er búin að hóta að það sé annað eins kvöld núna á næsta fimmtudag en ég held nú bara að ég eigi eftir að afþakka gott boð.

Engin ummæli: