Þá er enn einni helgarferðinni lokið (því miður). Við höfðum það hins vegar mjög gott um helgina, ég að minnsta kosti. Hannes var reyndar veikur þegar við lögðum af stað á föstudaginn og hann var líka smá slappur á laugardaginn. Við tókum það því bara rólega þarna fyrstu dagana og löbbuðum bara smá um miðbæinn og kíktum auðvitað líka í tískuhverfið. Það var gaman að sjá þessar flottu búðir og sum fötin voru alveg geðveikt flott á meðan að það voru alveg jafn ljót föt í öðrum búðum, mér leist til dæmis ekkert á tískuna hjá Armani þetta tímabilið Við höfðum nú samt ekki kjark í okkur að gera neitt meira en bara virða fyrir okkur búðargluggana og við reyndum heldur ekkert að giska á verðin á þessum flíkum þar sem að það var auðvitað ekkert verðmerkt í gluggunum. Þetta var nú svo sem allt sem að við upplifðum að hátískunni.
Við eiddum mun meiri tíma í að skoða hinar ýmsi flottu byggingar í borginni og virða fyrir okkur mannlífið í miðbænum. Við skoðuðum auðvitað dómkirkjuna í Mílanó sem að er mjög flott og einnig stór. Það tók ekki nema sex aldir að ljúka byggingunni og er þessi kirkja enn sú þriðja stærsta í heiminum. Við fórum líka í gönguferð á þaki kirkjunnar. Það var mjög fallegt útsýni yfir miðbæinn í Mílóna frá þakinu en þar sem að það var skíjað þá sáum við ekki Alpana. Það var áhugavert að sjá þarna á þaki dómkirkjunnar hvað allt var vel hannað og skipulag. Það hafði greinilega verið hugsað fyrir góðu aðgengi í alla hina mismunandi turna og skúmaskot þarna á þakinu þegar að kirkja var byggð.
Það helsta sem að við sáum annars var Castello Sforzesco, þetta er kastali sem að var eitt sinn hluti af borgarmúrunum í Mílanó. Það var helling af listaverkum og öðrum minjum til sýnis þarna. Við sáum þarna eitt herbergi þar sem að loftið var skreytt af Leonardo DaVinci. Loftskreytingin var gerð þannig að það væri eins og maður væri inni í trjágöngum eða jóðri þar sem að greinarnar sem slúttuðu yfir væru mjög þéttar. Það var nú auðvitað búið að gera við þetta frá tímum DaVinci en það var samt enn hægt á einum vegnum á sjá hluta af upprunalega verkinu. Þar gat maður líka greinilega séð að það hefur verið nauðsynlegt að veita verkinu smá andlitslyftingu þar sem að upprunalegi hlutinn var orðinn mjög daufur. Afgangnum af deginum ákváðum við svo að eyða í hallargarðinu. Það var alveg rosalega gott veður og garðurinn var fullur af fólki sem að var í sólbaði, að lesa eða skilmast við jedy gæja frá Star Wars með ljóssverðum. Við, nördarnir, urðum auðvitað að fara að kíkja á þetta. Hannes gugnaði nú á því að fara að prófa leikni sína með ljóssverð en þar sem að við þurftum auðvitað að festa þetta á filmu þá fékk ég myndatöku með yoda og C3P0 að aðra með einum af vondu gæjunu, Storm Trooper. Við fengum okkur síðan smá blund í garðinum áður en að við lögðum af stað aftur niður í miðbæ til að næla okkur í ítalskan kvöldverð. Við lyfðum auðvitað á ekta ítölskum pizzum, pasta og lasagnea á meðan að við vorum þarna. Maturinn var nú oftast mjög góður en það var hins vegar mjög mikill munur á hinum ýmsu pizzum og pasta sem að við fengum.
Eitt var það sem að við höfðum vonast til að geta skoðað á meðan að við vorum í Mílanó, það var listaverkið Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo DaVinci. Við vorum hins vegar búin að lesa að maður þyrfti að panta pláss í skoðunarferðum til að geta fengið að sjá þetta verk. Okkur datt nú samt ekki annað í hug en að við gætum bara hringt þegar að við kæmum til Mílanó og fengið miða einhverntíma yfir helgina. Við komumst hins vegar að því að það var nú ekki alveg svo auðvelt. Það var greinilega uppbókað í þessar skoðunarferðir út allan maí mánuð og það var að minnsta kosti ekki með nokkru móti mögulegt að fá miða um hvítasunnuhelgina. Okkur fannst þetta alveg ótrúlegt þar sem að það eru farnar ferðir á 15 mínútna fresti með 25 mannst. Sem að þýðir að það fara 100 mannst í gegnum þessa kirkja þar sem að verkið er á hverjum klukkutíma. Þessar ferðir voru farnar í 10 tíma á dag, sex daga vikunnar eða 6000 manns á viku. Okkur fannst þetta hreinlega alveg ótrúlegur fjöldi af fólki en það gæti nú kannski verið að vinsældir þessa verks hafi eitthvað aðeins aukist eftir að hafa verið eitt af megin verkunum sem af Dan Brown nefnir í bóki sinni DaVince lykillinn. Þrátt fyrir að hafa ekki getað fengið að sjá listaverkið þá ákváðum við nú að labba að kirkjunni, Santa Maria delle Grazie. Svo að við sáum að minnsta kosti þessa fallegu kirkju sem að hýsir verkið.
Við gerðum nú ekki meira í þessari ferðinni enda kannski alveg komið nóg. Við vorum að minnsta kosti mjög sátt við ferðina og komum líka bara nokkuð úthvíld heim og Hannes búin að jafna sig á veikindunum.
miðvikudagur, maí 18, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli