miðvikudagur, maí 04, 2005

Frændsystkyni

Það var reyndar Hannes sem var að eignast frænda núna í dag. Eydís, systir Hannesar, og Þröstur voru að eignast annan strák í dag, til hamingju með það. Það verður gaman að heyra hvort að nýburinn sé alveg eins og Árni Teitur bróðir hans.

Það eru nú svo sem ekki miklar aðrar fréttir sem að eru þess virði að minnast á hérna. Það er búið að vera allt of mikið að gera hjá mér í vinnunni en það er sem betur fer farið að minka núna svo ég er aftur farin að vinna að lokaverkefninu mínu. Þetta hefur líka gert að ég er búin að hafa tíma til að leika mér smá á netinu þar sem að ég rakst á upplýsingar um dansskóla. Það er kend Samba í þessum skóla og mér er búið að takast að fá Hannes til að samþykkja að við skellum okkur á eitt byrjendanámskeið í Sömbu til að athuga hvernig þetta er. Við eigum sem sagt að byrja í dansskóla á miðvikudaginn í næstu viku. Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað hlutirnir geta snúist við. Þegar ég var yngri og fór í dansskóla tengdum skólanum var þetta eitthvað sem að ég var nú ekkert rosalega hrifin af. Ég sá ekki alveg tilganginn í því að læra skottís og hina ýmsu aðra dansa sem að verið var að reyna að kenna manni. Nú er hins vegar þannig komið fyrir mér að mér finnst alveg hræðilegt að geta ekkert dansað og aumingja Hannes þarf þar af leiðandi að dröslast með mér í dansskóla. Ég ætti nú kannski að taka það fram að hann mótmælti ekkert mikið svo að það leit svo sem ekki út fyrir að honum litist mjög illa á þetta.

Sá á blogginu hennar Ingu Daggar að hún var búin að taka próf í hvað hennar innri Evrópubúi væri. Ég varð auðvitað að taka þetta líka en niðurstaðan kom mér dálítið á óvart. Kannski var það bara Ferrarinn sem gerði útslagið.





Your Inner European is Italian!









Passionate and colorful.

You show the world what culture really is.




Hentar kannski ágætlega að hafa þetta í bakhöndinni á ferð okkar til Ítalíu á þar næstu helgi :-)

Engin ummæli: