Við njótum enn blómanna og súkkulaðisins sem að Rúna Dóra frænka og fjölskylda skyldu eftir sem þakkir fyrir lánið á íbúðinni. Blómin eru nú hins vegar alveg að syngja sitt síðasta enda búin að standa í viku núna svo það er nú ekki hægt að kvarta yfir því. Ég er búin að vera að stússa í því að senda email til allra vina minna. Bæði þeirra á Íslandi sem að ég náði ekki að sjá um páskana og þeirra hinna sem að eru dreifðir víðsvegar um heiminn. Það var nú svo sem alveg kominn tími til þar sem að ég var ekkert dugleg við að skrifa neinum í síðasta mánuði. Ég þurfti hins vegar ekki að senda email til dönsku vinanna þar sem að Lea vinkona helt partý um helgina og þar hitti ég nú flest alla sem að ég hef eitthvað mikið samband við. Það var líka dálítið að fólki þarna sem að ég þekki smá en hafði ekki séð frá því áður en að ég fór til Ástralíu svo það var líka gaman að hitta það fólk aftur og geta farið að rifja upp eitthvað af ferðasögunum aftur :-)
Hérna er lífið nú frekar rólegt eins og er og við ákváðum því að vera duglega í dag og fara að æfa. Við gerðum það nú líka og þoldum við í alveg heilan klukkutíma áður en að við hreinlega hnigum niður og slugsuðum heim til að fá okkur einhverja næringu. Annars hef ég nú að mestu verið að reyna að klára dálítið af smáhlutum sem að hafa verið að hlaðast upp hjá mér í dálítinn tíma.
Ég var líka að komast að því að það eiga sér brátt stað kosningar í Borgarbyggð, eins og það víst heitir. Ég fór auðvitað strax í það að athuga hvort að ég væri með kosningarétt og þeim á bæjarskrifstofunni finnst það nú að minnsta kosti líklegt. Svo nú verð ég að drífa mig og fara að kjósa og svo verðu það bara að koma í ljós hvort að atkvæði mitt verður tekið gilt eða ekki. Ég veit nú ekki hversu mikla kosningarbaráttu ég á eftir að verða vör við í sambandi við þessar sameiningakosningar, ég hef að minnsta kosti ekki séð mikið um þetta inn á Skessuhorn.is fram að þessu, en maður getur alltaf vonað. Ég gæti nú líka alveg trúað að þetta væri svo sem ekkert mjög mikið hitamál þar sem að það virðist vera hin almenna þróun að sveitafélög verða stærri, svo kannski eru ekkert mjög margir á móti þessari breytingu.
þriðjudagur, apríl 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli