sunnudagur, apríl 10, 2005

Leikhúsferð

Á miðvikudaginn síðasta var vinnan með smá dekur fyrir viðskiptavinina. Þeim var sem sagt boðið í leikhús og auðvitað líka út að borða á undan. Það var hins vegar mjög jákvætt því auðvitað fengum við starfsmennirnir að koma með líka. Maturinn var mjög góður en ég get nú ekki alveg sagt það sama um söngleikinn sem fylgi á eftir. Þetta er söngleikur sem að heitir Den eneste ene og byggir hann á danskri kvikmynd sem að var gerð fyrir nokkrum árum og varð alveg rosalega vinsæl. Mér fannst líka myndin góð en verð nú að segja að sagan skilaði sér ekki alveg nógu vel í gegnum söngleikinn. Ég held nú líka að þetta snúist dálítið um að maður gerði sér ákveðnar hugmyndir um hvernig þessi sýning ætti að vera af því að maður var búin að sjá myndina og svo stóð sýningin ekki undir öllum þessum væntingum. Þetta var hins vegar alveg ágætist skemmtun og að er líka alltaf gaman að fara í leikhús. Kvöldið í heild sinni var líka mjög skemmtilegt og við úr vinnunni skemmtum okkur vel.

Þar sem að við skemmtum okkur kannski aðeins of vel á miðvikudagskvöldið get ég nú ekki sagt að ég hafi gert sérstaklega mikið á fimmtudeginum. Mér tókst nú samt að gera klárt fyrir matarboðið sem að við vorum með um kvöldið. Við buðum bara nokkrum nágrönnum okkar í mat. Það var mjög huggulegt og við borðuðum góðan mat og spjölluðum alveg helling.

Helgin hjá okkur er hins vegar búin að vera mjög róleg. Hannes er búin að vera að eiða tímanum í að gera við bílinn. Þetta er eitt af uppáhalds áhugamálum hans núna held ég. Það er að minnsta kosti lengi hægt að finna sér eitthvað að dunda við í bílnum. Það getur nú líka kannski verið af því að hann er nú mjög gamall svo kannski þarf bílinn bara svona mikla umhyggju. Ég er hins vegar búin að sitja inni og læra. Það gengur nú því miður frekar hægt eins og er og ég á í smá vandræðum með að steypa saman því sem að ég hef hugsað mér að skrifa. Þessi ritstífla á nú hins vegar örugglega eftir að ganga yfir fljótt.

Engin ummæli: