fimmtudagur, apríl 14, 2005

Hvert er ferðinni heitið?

Að þessu sinni til Mílanó á Ítalíu. Ég hef aldrei komið til Ítalíu áður svo að það verður örugglega mjög gaman og enn eitt tækifærið til að upplifa eitthvað nýtt. Þetta er nú hins vegar ekki fyrr en eftir mánuð sem að við ætlum að fara í helgarferð þangað. Við vorum aðeins búin að vera að spuglegra í því eftir að við komum heim úr páskafríinu hvað við ættum að gera næst. Við komumst síðan að því að föstudagurinn 13. maí, sem er afmælisdagurinn hans Hannesar er byrjuninn á hvítasunnuhelginni svo að það er auðvitað frí á mánudeginum. Okkur datt því í hug að við gætum skellt okkur í helgarferð þessa helgina og skemmt okkur og haldið upp á afmælið hans Hannesar í leiðinni. Ég fékk síðan email í síðustu viku þar sem að SAS var að auglýsa tilboð til Mílanó og við ákváðum því bara að skella okkur þangað. Það lýtur líka alveg út fyrir að við eigum eftir að geta haft meira en nóg að gera þarna í þessa þrjá daga sem að við erum þarna. Við gætum til dæmis farið og skoðað málverkið af síðust kvöldmáltíðinni eftir Leonardo da Vinci, farið að sjá óperu í Scala (ég veit nú ekki hvort að við nennum að eyða fjórum tímum í það) og síðan er Mílanó auðvitað líka ein af helstu tískuborgunum í heiminum svo eitthvað verður maður líka að skoða búðirnar. Ég er hins vegar búin að ákveða að hætta mér ekki á fótboltaleik, það var nefnilega í Mílanó sem að mestu óeirðirnar í ítalska boltanum voru í vikunnu. Það liggur við að það sé lífshættulegt að vera fótboltaspilara á Ítalíu, að minnsta kosti ef að það er eitthvað að marka myndirnar í sjónvarpinu.

Engin ummæli: