sunnudagur, apríl 17, 2005

Fyrsta grill sumarsins

Jæja, þá lýtur út fyrir að það sé farið að vora hérna í Kaupmannahöfn. Það er að minnsta kosti búið að vera gott veður núna yfir helgina, næstum því 20 stiga hita og sól. Við erum þess vegna búin að vera frekar mikið úti í garði og reyna að njóta þessara sólargeisla út í ystu æsar. Það er nú líka ekki hægt annað þegar að nágrannarnir mæta með pönnukökur út á gras og svo mæta auðvitað allir út um kvöldið til að grilla og skemmta sér. Gærkvöldið var sem sagt fyrsta grillkvöld sumarsins og við sátum úti í garði langt fram á kvöld og nutum góða veðursins og það var mjög góð og afslöppuð stemming hjá okkur.

Það er síðan smá kaffiboð hjá okkur í dag. Ingibjörg, Bernhard, Tobias, Gummi og Ingibjörg ætla að koma. Það eru nú svo sem ekkert rosalegar veitingar sem að þau fá og við erum ekki búin að standa á haus í eldhúsinu í allan dag en vonandi verða þau samt ánægð með vöflurnar og brauðréttinn. Það verður gaman að fá þau í heimsókn þar sem að það er allt og langt síðan að ég hef séð þau, verður gaman að sjá hversu mikið Tobias er búin að vaxa síðan síðast.

1 ummæli:

Ingi sagði...

B. er ennthá ad tala um thessa ædislegu braudtertu! Tad má med sanni segja ad hún hafi slegid í gegn. Komdu endilega brádum í kaffi til mín.