Það er eina afsökunin sem að ég hef fyrir hvað er langt síðan að ég skrifaði síðast. Við erum reyndar líka ekki búin að vera mikið heima að undanförnu svo kannski get ég notað það sem afsökun líka. Annars byrjaði þetta allt um þar síðust helgi. Þá voru pabbi og mamma Hannesar og tvær systur hans í heimsókn hérna hjá okkur. Þjóðbjörn átti afmæli og það var haldið upp á það hérna. Við fórum út að borða á stað sem að heitir Peder Oxe og við fengum alveg geðveikt góðan mat. Ég hef aldrei fengið eins góða kartöflumús á æfinni og nautasteikin var líka mjög góð. Við skemmtum okkur sem sagt mjög vel þarna á föstudagskvöldinu og líka um helgina. Við fórum á danska þjóðminjasafnið og sáum þar ýmislegt frá hinum ýmsu tímabilum í danmarkssögunni. Ég get ímyndað mér að þetta sé nú svo sem mjög líkt íslenska þjóðminjasafninu en ég á nú reyndar eftir að fara þangað eftir að það var opnað aftur eftir allar breitingarnar. Það verður kannski hægt að finna tíma til að fara og skoða það um páskana.
Gestirnir voru hins vegar varla farnir, og sumir voru það ekki, þegar að ég og Hannes pökkuðum í ferðatöskurnar okkar og skelltum okkur í heimsókn til Ásdísar, systur hans Hannesar, og fjölskyldur í Belfast, Norður-Írlandi. Við pökkuðum nú svo sem ekkert miklu af okkar dóti heldur vorum við að mestu með afsmælisgjafir fyrir Snædísi, frænku Hannesar. Þær fylltu að minnsta kosti heila ferðatösku svo það var ekkert mikið pláss eftir fyrir dótið okkar. Þarna í Belfast fórum við í skoðunarferð um borgina á sáum skotheldu öryggismyndavélarnar, öryggismúrana og allar veggmyndirnar fyrir hinar ýmsu hreifingar sem eru ýmist að berjast yfir sjálfstæði eða fyrir að halda núverandi mynd. Það eru nú samt engin læti þarna núna svo að þetta eru mest allt leifar frá fyrri árum þar sem að það voru alvöru átök í gangi þarna. Síðan fórum við auðvitað líka á tónleika þarna, fórum að sjá R.E.M. Þetta voru mjög góðir tónleikar og þar sem að höllin sem að tónleikarnir voru í er ekkert rosalega stór svo að við sáum bara mjög vel og það var góð stemmning þarna. Þetta var mjög góð ferð og við gátum slappað af og notið þess að vera í smá fríi.
Núna er hins vegar daglega lífið tekið við aftur en það virðist nú svo sem ekkert hafa mikil áhrif á okkur þar sem að við fórum í bíó í gær með nokkrum öðrum úr vinnunni minni. Reyndar á frekar lélega mynd sem heitir Constantine en við vissum það auðvitað ekki fyrr en að við vorum búin að sjá myndina. Síðan erum við að fara á einhverja tónleika á fimmtudaginn svo að við erum ekkert mikið að slappa af þó að við séum bara hérna heima hjá okkur í Köben.
miðvikudagur, mars 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli