fimmtudagur, mars 10, 2005

Ferðaflakk

Við erum ekkert mikið fyrir það núna að stoppa mjög lengi heim hjá okkur. Við komum heim til Kaupmannahafnar í gærmorgun og við munum halda aftur til Íslands á þriðjudagskvöldið svo við rétt höfum tíma til að þvo fötin og pakka þeim aftur niður í tösku. Þessi ferð núna um síðustu helgi var nú mikið skipulögð. Ég ætlaði reyndar að koma heim því mamma varð fimmtug á laugardaginn, ég ætlaði að koma henni á óvart. Þetta breyttist hins vegar allt því að afi Hannesar lést í síðustu viku og við fórum því heim til Íslands til að geta verið við jarðarförina. Þetta var þess vegna ekkert mikil skemmtiferð hjá okkur þó að þetta hafi nú verið góð helgi sem að við áttum uppi í sumarbústað með mömmu, pabba, Alla, Kristínu, Möggu, Hlyn og Alexander. Við borðuðum hina fínustu nautasteik á laugardagskvöldið og skemmtum okkur í pottinum og við að spila fram á nótt. Þetta var sem sagt alveg ekta helgi í sumarbústaðnum þar sem að maður gat slappað af og notið þessa að vera saman og spjalla.

Mér fannst nú líka gott að geta verið við jarðaförina hans Gísla Teits. Það er alltaf gott að geta kvatt þegar að svona gerist og sérstaklega þar sem að þetta bar svo snöggt að. Það var líka gott að hitta fjölskylduna hans Hannesar.

Við eigum hins vegar líka langt páskafrí fyrir höndum á Íslandi, við verðum í rétt tæplega tvær vikur. Þó að fermingin hjá Alla og undirbúningur fyrir hana eigi nú örugglega eftir að taka þónokkuð af þeim tíma þá eigum við nú vonandi eftir að finna dálítinn tíma til að heimsækja vini og fjölskyldu og skemmta okkur.

Engin ummæli: