föstudagur, febrúar 11, 2005

Svartamarkaðsbrask

ég eyddi meiri hlutanum af mánudeginum í röð með allt of miklu af öðru fólki sem allt var að vonast til að fá miða á U2 tónleika sem að verða hérna í Parken í sumar. Ég verð hins vegar að viðurkenna að þegar að ég var búin að standa í röðinni í 3 tíma og hún hafði ekki hreyfst 1 metra síðust 2 tímana þá gafst ég upp. Ég fékk sem sagt enga miða á U2 tónleika en það stoppaði hins vegar ekki alla íslendingana sem að ég átti að kaupa miða fyrir. Það þýddi að ég fór um kvöldið á miðaveiðar og gat sem betur fer reddað miður fyrir fólkið á svartamarkaðnum. Mér fannst hinsvegar alveg ótrúlegt að það var hægt að fá þessa miða strax um kvölið svo ég og Hannes reyndum nú að skoða miðana dálítið til að ganga úr skyggaum að þeir væru ekki falsaðir. Á endanum vorum við nú samfærð um það svo ég reikna með að fólkið eigi eftir að geta skemmt sér á U2 tónleikum í sumar. Annars er ég enn að leita að miður fyrir fleiri en það er hins vegar orðið aðeins erfiðara núna þar sem að löggan er núna farin að taka þá sem að eru að selja miðana því þetta er auðvitað alveg kol ólöglegt.

Annars voru kosningar hérna í vikunni. Þetta endaði með að hægristjórnin sem að er búin að vera við völd síðastliðin 3 ár fékk aftur meirihluta. Það sem að er fannst verst var hins vegar að hægri öfgaflokkurinn sem að er búin að vera að vinna með ríkisstjórninni bætti við sig fylgi. Ég er mjög mikið á móti þessum flokkar þar sem að þeir eru mikið að vinna í því að fá settar strangari reglur í kringum innflytendur og auðvita líka hin týpiska hægristefna með að lækka skatta og útdeila peningunum í samfélaginu í hlutföllum við hvað fólk skilar. Þessi kosningarbarátta hérna var hins vegar fyrst skemmtilega þegar ég komst að því að einn af strákunum í vinnunni kís þennan flokk. Við eyddum því megninu af dögunum fyrir kosningarnar í að ræða hins ýmsu mál og þetta var orðið svo slæmt að það var farið að reka okkur út á gang þegar að við byrjuðum að ræða saman. Þetta voru hins vegar nokkuð skemmtilegar umræður sem að við áttum þarna en við urðum hins vegar að verða sammálum um það á endanum að vera ósammála.

Engin ummæli: