Hvernig ætli bandaríkjamenn hafi það með að kosningarþátttakan í Írak var líklega meira heldur en í síðustu kosningum í Bandaríkjunum þó að allt hafi verið gert til að auka kosningunaþátttökuna þar síðast. Írakar trúa greinilega meira á lýðræði en landið sem að er að troða því niður í hálsin á þeim. Þeir mæta á svæðið og nýta sér kosningarétt sinn þó að það sé jafnvel lífshættulegt fyrir þá. Maður getur að minnsta kosti ekki annað að dáðst að þessu fólki þarna og þetta kennir okkur vonandi hversu hátt við eigum að meta kosningarrétt okkar.
Við erum enn með fjórar manneskjur frá Bangladesh í heimsókn í vinnunni. Þau eru hérna af því að fyrirtækið er að fara að stofna útibú þarna þar sem að það er þónokkuð ódýrara að ráða fólk þarna. En við fórum hins vegar út að skemmta okkur með þessu fólki núna um helgina að það var bara nokkuð skemmtilegt. Þau eru múslimar en mis mikið trúuð og það er því dálítið misjafnt hvað þau mega og ekki mega. En það er samt mjög gaman að tala við þetta fólk og heyra hvernig lífið er þarna í þessu landi sem að liggur í nágranni við Indland. Mér fannst líka gaman að sjá að þetta fólk er tilbúið til að prófa næstum allt sem að við stingum upp á hérna og þau voru alveg tilbúin til að spila keilu með okkur og fara á diskó og svo framvegis. En það er samt líka gaman að sjá að sumir hlutir sem að manni finnst svo sjálfsagðir og sem að maður hugsar aldrei um eru stórt mál fyrir þetta fólk. Eitt dæmi um þetta finnst mér að múslimar mega ekki drekka áfengi og þegar að við vorum að borða þá fengum við helling af Jarðaberja-Margarita og múslimska stelpan fékk svoleiðis óáfengan drykk og fyrir hana var það að smakka þetta mikið mál og eitthvað sem að henni hefur aldrei gert áður og hefði aldrei dottið í hug að gera. En mér finnst þetta verkefni þarna í Bangladesh hins vegar mjög athyglisvert og ég held að það verið gaman að fá að fylgjast með hvernig þetta verkefni á eftir að ganga. Ég á ekki eftir að vera með í þessu verkefni en auðvitað á maður eftir að geta fylgst með og það verður líka gaman að sjá hvernig þeim tveim sem að flytja til Bangladesh til að stýra þessu verkefni á eftir að ganga og líka við lífið þarna.
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli