þriðjudagur, janúar 25, 2005

Veikindi

Hannes var alveg rosalega veikur í síðustu viku. Í öll þessi níu ár sem að við höfum verið saman hef ég aldrei séð hann svona. Hann var alveg rúmliggjandi og gerði ekki mikið annað en að glápa á sjónvarið sem að er auðvitað það sem að maður gerir þegar að ástandið á manni er svona. Ég er sem betur fer ekki búin að veikjast enn og ég vona að ég eigi eftir að sleppa þar sem að þetta leit ekki út fyrir að vera skemmtilegt.

Annars er stóra málið í Danmörk núna að það eru að fara að koma alþingiskosningar. Þetta var tilkynnt fyrir um viku og það verða kostningar að ég held níunda febrúar sem er eftir um tvær vikur. Mér finnst frekar undarlegt að það sé hreynlega hægt að halda kosningar með svona stuttum fyrirvara og þetta gefur ekki langan tíma fyrir málefnalegar umræður. Þetta er líka bara ákveðið af ríkisstjórninni sem að bara verður að halda kosningar innan fjögra ára frá síðustu kosningum en þetta þýðir hins vegar að ríkisstjórnin getur valið dagsetningu sem að hentar henni vel og á tíma þar sem að það hafa kannski ekki verið miklar deilur í þjóðfélaginu og þegar að það er frekar jákvætt viðhorf gagnvart ríkisstjórninni sem að í raun getur haft áhrif á útkomu kosninganna. Það virðist hins vegar vera að þessi ríkisstjórn sem að situr núna eigi eftir halda velli sem að þá þýðir að það á eftir að vera hægristjórn í Danmörku næstu fjögur árin og danir eiga örugglega eftir að vera voðalega góðir vinir bandaríkjanna næstu árin. En núna eigum við eftir að sjá, kannski tekst vinstrimönnum að vinna á. Ég er bara að vona að danir eigi eftir að hætta að styðja eins mikið við bakið á flokki sem heitir Dansk Folkeparti og er algjör öfga hægriflokkur. Þeim gekk mjög vel í síðustu kosningum miðað við allar fyrri kosningar og þeir eru með svo mikla kynþáttafordóma að það er hreynlega alveg hræðilegt að vita að danir geti stutt svona fólk. Þeir eru líka sá flokkur sem að ríkisstjórnin, sem er minnihlutastjórn, hefur haft samstarf við og þessi flokkur hefur því haft dálítil völd á þinginu og fengið í gengum nokkur af þeim málefnum sem að eru mikilvæg í þeirra augum. Þetta er aðallega að gera það eins erfitt eins og mögulega er hægt fyrir innflytjendur að flytja til landsins. Danska ríkið er líka búið að fá tiltal frá evrópusambandinu og fleirum fyrir nýju innflytjendalögin sín því að þeir eru búin að setja aðrar reglur fyrir innflytjendur en aðra borgara í Danmörk. Þetta er ekki alveg að uppfylla það sem að okkur flestum finns alveg sjálfsagt í hinum vestræna heimi að allar manneskjur séu jafnar. Þetta gefur hins vegar nægjanlegt umræðuefni fyrir næstu vikurnar og þar sem að maður fær ekki að kjósa og þarf þess vegna í rauninni ekki að taka afstöðu þá getur maður skemmt sér við að velta hinu ýmsu spurningum og sjónarmiðum upp.

Engin ummæli: