Við skelltum okkar í IKEA um helgina, auðvitað fyrsti staðurinn sem að maður fer og skoðar þegar að maður er að velta því fyrir sér að kaupa sér húsgögn. Við fórum nú reyndar hálfgerða fíluferð í þetta skiptið þar sem að við fundun nú ekki mikið sem að okkar leist á en okkur tókst nú sammt að finna eitthvað smáræði. Við erum nefnilega þessa dagana að leita okkur að einhverjum góðum skenk sem að getur staðið í stofunni og gert það að verkum að við fáum kannski aðeins meira geimslupláss. Það var ekkert svona að finna í IKEA og við ákváðum því að athuga hvort að við mundum hafa heppnina með okkur á flóamarkaði í dag. Það gekk nú svona svipað en þarna voru að minnsta kosti nokkrir skenkir sem að við gátum skoðað þó að okkur hafi ekki litist á neinn þeirra. Svo nú er bara að býða fram á næstu helgi þegar að leitin mikla heldur áfram.
Annars er helgin búin að vera alveg ágæt. Ég fór út að skemmta mér á föstudagskvölið með nokkrum úr vinnunni. Við vorum að kveðja einn sem var að hætta hjá okkur. Ég komst hins vegar að því að ég er greinilega búin að venjast af blessuðum sígarettureiknum sem að er hérna í Danmörkinni, sérstaklega á skemmtistöðum. Ég hreinlega var hálf grenjandi allt kvöldið því augun í mér voru ekki alveg sátt við allan þennan reik. En þetta var annars mjög skemmtilegt kvöld eins og restin af helginni svo sem líka var.
mánudagur, janúar 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli