miðvikudagur, janúar 12, 2005

Eins og ég helt

Það er einmitt eins og ég helt að það mundi vera dálítið erfiðara að vera dugleg við að skrifa hérna eftir að ég væri komin heim. Ég haf svo sem ekki haft mikið að skrifa umm þar sem að ég hef bara verið í vinnunni og lítið annað verið að gera svo sem.

Annars fékk ég góðar fréttir í síðustu viku. Kitty, stelpan frá Indónesíu sem að hafði ekkert heyrst frá síðan jarðskálftinn reið yfir þarna annan dag jóla sendi email og það er allt í lagi með hana og fjölskylduna hennar. Mér fannst rosalega gott að heyra frá henni en það var samt alveg ljóst út frá því sem að hún skrifaði að þessi atburður hefur haft mikil áhrif á fólk sem að býr þarna. Hún var að minnsta kosti mikið að velta því fyrir sér hvað hún eigi að gera í framtíðinni og hver tilgangurinn sé með bara að finna sér venjulega 8-5 vinnu.

Annars hafa helgarnar nú mest farið í að heimsækja vinina á kollegíinu. Sem að þýðir að við erum búin að eyða þó nokkrum kvöldum að undanförnu í að sitja og kjafta og spila hin ýmsu spil. Ég er oft að hugsa um hvað þetta kollegílíf er yndislegt þar sem að maður getur alltaf farið og ráðist inn á eitthvert saklaust fólk þegar að manni leiðist eða bara vantar smá tilbreitingu í hverdaginn. Annars eru stóru fréttirnar nú örugglega að ég og Hannes erum farin að skella okkur í ræktina aftur. Við erum nú reyndar bara búin að fara einu sinn enn sem komið er en það eru uppi stórar áætlanir um að gera þetta af alvöru núna og fara að minnsta kosti þrisvar í viku. Það er líka alltaf erfiðast að byrja og við erum að minnsta kosti komin yfir þann hjallinn. Við fórum á mánudaginn og það þýðir auðvitað að ég er hreinlega að farast úr harsperum núna og ég get ekki einu sinn lyft höndunum upp yfir axlir. Það þýðir hins vegar ekki annað en að harka þetta af sér og skella sér bara aftur í ræktina í kvöld og æfa þetta úr sér. Mér tókst sem sagt að plata Hannes til að koma með mér í smá átak því ég þarf alveg á því að halda núna bara til þess að geta einhverntíman farið að nota helminginn af fötunum mínum aftur. Það er alveg ótrúlegt hvað fötin mannst geta skroppið á því að vera skilin eftir ein í hálft ár  Ég er reyndar búin að henda helmingnum af þessum fötum núna þar sem að það var gerð algjör fatatiltekt á heimilinu og allt sétt í söfnunarkassa sem að ekki var notað. Það voru hinir ýmsir hlutir þarna og sum fötin voru 10 ára gömul. Ég henti þeim hins vegar núna þar sem að ég áttaði mig á því að þau föt sem að eru enn heil eftir 10 ár geta ekki verið mikið notuð.

Engin ummæli: