miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleðilegt ár

Þá er víst kominn tími til að óska öllum gleðilegs árs og þakk fyrir þau liðnu. Ef ég lýt til baka á árið sem var að líða þá verð finnst mér að ég geti verið mjög ánægð með það. Auðvitað stendur Ástralíudvölin upp úr og ég er mjög ánægð með hvernig ég komst í gegnum þessa lífsreynslu. Auðvitað var alveg helling af öðru skemmtilegu sem að gerðist á árinu og það er alltaf gaman að fá fólk í heimsók hingað til okkar og við gerðum líka dálítið af því að fara og keyra um í bílnum okkar sem að við eignuðums jú í ár.

Annars er lífið farið að komast í eðlilegt horf hérna hjá mér núna. Ég á reyndar ennþá eftir að ganga frá nokkrum málum í sambandi við skólann og skattinn og svona þar sem að þessi hlutir hafa dálítið setið á hakanum á meðan ég var í Ástralíu. Í dag fór ég svo í vinnuna og byrjaði í alvöru á því að vinna mér inn fyrir þessari blessaðri Ástralíuferð. Ég fór að vinna aftur hjá Groupcare þar sem að ég var áður en að ég fór til Ástralíu og ég fékk bara að labba inn til þeirra aftur enda vantaði þeim svo sem fólk. Ég fer að vinna meira hjá þeim núna þar sem að ég þarf ekki að taka svo marga tíma í skólanum á næstu önn svo ég ætti alveg að hafa tíma til þess að vinna mér inn smá pening. Ég þarf líka bara að byrja á þessu því við vorum rétt í þessu að kaupa okkur ferðir bæði til Írlands en við ætlum að fara í heimsókn til systur hans Hannesar og fara á R.E.M tónleika. Við ætlum líka að koma heim til Íslands yfir páskana enda ekki annað hægt þar sem að Alli, litli bróðir, er að fara að fermast og maður getur auðvitað ekki mist af svona stórviðburði.

Engin ummæli: