miðvikudagur, desember 29, 2004
Hamfarir
Það er dálítið undarlegt að sitja hérna heima núna og hugsa til þess að fyrir nokkrum dögum var maður í Thailand þar sem að fólk er núna að glýma við þessar ótrúlegu hamfarir sem að hafa átt sér stað. Það er líka undarlegt að hugsa til allra asíubúanna sem að ég kynntist í Ástralíu og hvernig þeim lýður núna. Það er eins stelpa, Kitty, sem að ég kynntist nokkuð vel. Hún býr í Indónesíu, nánar tiltekið í Medan sem er bær norðarlega á austurströnd Súmötru, sem er Indónesíska eyjan sem að fór verst út úr þessum hamförum. Það hefur enginn af fólkinu frá Ástralíu heyrt frá henni síðan að allt þetta reið yfir og við erum auðvitað öll áhyggjufull. Við vonum hins vegar öll það besta og við gerum okkur líka alveg grein fyrir því að það er örugglega nóg annað að gera fyrir fólk þarna en að senda skilaboð til vina sem að eru hinum megin á hnettinum, ef að það er síma eða internetsamband yfir höfðu á þessu svæði núna. Við hughreystum okkur við það að þessi bær er á austurstöndinni sem að minnsta kosti fór betur úr úr þessu öllu. Ég vona bara að það sé í lagi með Kitty og fjölskyldu hennar, það er svo sem ekkert hægt að gera annað en vona núna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli