Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað líkami mans getur verið ruglaður og hversu fljótt maður getur gleimt því hvað það er í rauninni kalt þegar að það er mínus eitthvað á hitamælinum. Að minnsta kosti finnst mér alveg hræðilega kalt hérna í Danmörkinni núna og ég hef varla hætt mér út úr húsi til að gera meira en bara að hlaupa út í bíl. Mér er nú þegar farið að kvíða fyrir þegar að ég þarf að fara að taka fram hjólið aftur hérna, nefið á mér á örugglega eftir að detta af eftir fyrstu hjólaferðina. Eins og hægt er að skilja á þessu kvarti og kveini mínu þá komumst við heil á höldnu til Danmerkur eftir dvöl okkar í Bangkok. Við erum bara með smá hryggskekkju núna eftir að hafa borið allan farangurinn okkar um flugstöðina, þessi 20 kíló sem að við vorum með í yfirvigt og reyndum þess vegna að fela í handfarangri var kannski aðeins of mikið. Ég er alveg búin að sjá það að næst þegar að maður fer til Tælands eða einhvers álíka ódýrs lands þá er bara málið að taka ekki með sér farangur. Maður getur hreynlega bara keypt allt þarna fyrir um það bil einn tíunda af því sem að hlutirnir kosta í Danmörk og þá getur maður bara fjárfest í nýjum ferðatöskum í leiðinni. Ég var alveg á fullu að reyna að telja Hannesi trú um það að það hreinlega bara borgaði sig að fara í svona verslunarferð einu sinni á ári þar sem að maður gæti bara keypt öll fötin sem að manni vantaði og allar jóla og afmælisgjafir. Hannes var nú ekki alveg að gleypa þetta svo ég er ekki alveg viss um að ég geti dregið hann af stað aftur eftir hálft ár en ég verð kannski bara að halda áfram að vinna í því.
Þrátt fyrir kuldann er nú mjög fínt að vera komin heim aftur. Það er dálítið mikið að gera í jólaundirbúningnum þar sem að við þurfum að finna út úr þessu öllum með jólatré og jólamat og svona sem að við höfum aldrei gert áður en þetta er nú að mestu leiti komið á hreynt og við erum meira að segja búin að baka þrjár smákökursortir. Það er líka ágætt fyrir mig að hafa eitthvað að gera, þó að ég eigi nú líka reyndar eftir að finna jólagjöf handa Hannesi ennþá þar sem að ég hafði ekki alveg vit á því að hugsa út í það á meðan ég var í Ástralíu.
Ég er að láta mig dreyma um hvít jól hérna í Kaupmannahöfn þar sem að það er smá snjóslikja á jörðinni núna og ég er að vona að það eigi eftir að snjóa aðeins meira fyrir jól. Ég er að vonast til að ég eigi eftir að koma myndunum upp á myndaalbúmið einhverntíman yfir jólin en það gengur hins vegar mjög hægt að taka til í þessu hjá mér núna svo það verður bara að koma í ljós. Það nennir hvort sem er enginn að hanga á netinu yfir jólin og skoða einhverjar myndir svo ég reikna nú með að þetta sé allt í lagi.
Ég ætla að reyna að halda áfram að vera duglega að skrifa hérna þó að ég sé komin heim til Danmerkur og það sé kannski ekki eins mikið spennandi að gerast í daglegu lífi mínu. Ég held að ég verði bara að reyna að vera duglega við að finna mér eitthvað sem að ég get tjáð skoðanir mínar á hérna.
miðvikudagur, desember 22, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli