sunnudagur, nóvember 14, 2004

Verkefnavinna og próf

Hvað getur maður vakað lengi og samt haldið heilstarfseminni í gangi. Ég er mikið að velta þessu fyrir mér núna þar sem að ég er enn að vinna að verkefni sem að ég á að skila eftir 10 tíma. Það er hins vegar ekki allt því að ég hef ekki einu sinni litið á hvað er þarf að læra fyrir prófið á þriðjudaginn. Ég held hins vegar að vandamálið sé að ég eigi ekki eftir að geta haldið mér vakandi fram yfir hádegi á þriðjudag svo ég verð líklega að fróna nokkrum klukkutímum í svefn. Ég mundi nú frekar vilja getað sett þessa tíma í að fara á ströndina eða eitthvað annað skemmtilegt sem að maður getur gert utandyra í 30 stiga hita. Ég tók mér nú reyndar stutta pásu frá lærdómnum í fyrradag og fór í bíó. Það er byrjað að sýna Bridget Jones, the edge of reason. Ég skemmti mér mjög vel, eins og á fyrri myndinni. Ég átti á nokkrum stöðum erfitt með að láta ekki hláturinn algjörlega ná tökum á mér, ég vildi ekki missa af neinu. Fyrir utan þessa bíóferð hefur sem sagt ekkert annað verið á dagskránni en lærdómur.

Engin ummæli: