föstudagur, nóvember 12, 2004

Einmanna

Ég fékk sorgarfréttir frá Íslandi á þriðjudaginn. Föðuramma mín lést og pabbi og mamma hringdu í mig til að segja mér það. Það er aldrei gaman að fá svona fréttir en ég held að mér hafi fundist þetta ennþá erfiðar því að ég er í rauninni ein hérna í Ástralíu. Mér finnst þess vegna að ég hafi ekki verið eins einmanna hérna eins og ég er búin að vera undanfarna daga. Þetta hefur í raun ekkert að gera með að það sé ekki nóg af fólki í kringum mig heldur er engin fjölskylda hérna sem að maður getur hallað sér að og er að glíma við það sama og maður sjálfur. Fjölskyldan er hins vegar búin að vera mjög dugleg við að hringja og það hefur hjálpa mér mikið. Ég er hreynlega bara að býða eftir því núna að skólinn klárist og að Hannes komi hingað. Það er hins vegar enn hellings vinna eftir, ég á eftir eitt verkefni og tvö próf, allt í næstu viku. Það þýðir hins vegar líka að ég hef gert mjög lítið að undanförnu fyrir utan að læra svo það er nú ekki frá neitt mörgu að segja núna.

Engin ummæli: