Nú fer brátt að líða að því að ég yfirgefi Perth. Ég held til Melbourne á mánudagsmorgun svo það er ekki mikill tími eftir. Það er líka allt á fullu núna að skipuleggja kveðjupartý um helgina svo að maður geti hitt sem flesta og kvatt. Það verður nú örugglega ekki mögulegt að hitta alla en það fólk sem ég er búin að vera mest saman með ætlar allt að hittast á föstudagskvöldið. Það verður örugglega góð kvöldstund þar sem að margir klára líka próf þann daginn og hafa því ástæðu til að fagna.
Ég var í einu prófi í gær og það gekk bara alveg ágætlega. Það var nú reyndar dálítið undarlegt að taka skriflegt próf þar sem að ég hef ekki gert það í yfir fjögur ár. Hitt prófið sem ég er að fara í er á föstudaginn og ég er að fara að læra fyrir það núna á eftir.
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli