Þangað er ég að fara á morgun með fimm öðrum skifitinemum. Þetta er eyja í um 30 mínutu siglingu frá Fremantle. Þetta er nú ekkert stór eyja og hún er núna einungis notuð sem ferðamannastaður. Þetta á hins vegar að vera mjög flott umhverfi með góðum ströndum þar sem að maður getur synt og snorklað. Við ætlum að gista eina nótt þarna til að hafa tíma til að sjá allt þar sem að við eigum ekki eftir að hafa tíma til að fara aftur. Ég vona bara að það verðu jafn gott veður og er í dag svo að ég geti bara legið á ströndinni og slappað af.
Annars er ég bara búin að vera að stússa í dag. Var að ganga frá ferðinni minni til Melbourne og síðan til Sydney. Ég var að reyna að ganga frá öllum þessum smáatriðum sem að er skemmtilegra að hafa á hreynu áður en að lagt er að stað. Ég á reynar enn eftir að redda mér vegabréfsáritun til Thailands en það er á planinu í næstu viku.
Núna eru rétt rúmlega tvær vikur þangað til að ég yfirgef Perth. Þetta er frekar skrítin tilhugsun og ég veit ekki alveg hvernig ég á eftir að geta troðið öllu sem að ég á eftir að gera inní tvær stuttur vikur þar sem að ég þarf líka að klára eitt verkefni og fara í tvö próf. Þó að mér finnist leiðinlegt að tími minn hérna sé brátt á enda þá hlakkar mig svo mikið til að hitta Hannes að það vegur upp á móti þessu öllu og rúmlega það.
laugardagur, nóvember 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli