Það er gaman að sjá hversu mikil áhug það er fyrir forsetakosningunum í Bandaríkjunum hérna. Þegar að maður labbar í gegnum tölvustofun til að finna lausa tölvu þá sér maður annan hvern mann vera að uppfæra einhverja fréttasíða þar sem að hægt er að fylgjast með kosningunum. Michael frá Bandaríkjunum var rétt í þessu að fullvissa mig um að Kerry mundi taka þetta á lokasprettinum en þetta lýtur ekkert sérstaklega vel út núna. Ég vona bara að hann eigi eftir að standa við orð sín.
Ég var að koma úr hádegisverði með Aussy Buddy sem er einn af klúbbunum hérna í skólanum. Þessi klúbbur hefur prógram þar sem að skiftinemar og aðrir alþjóðlegir nemar get fengið ástrala sem leiðbeinanda. Þeir eru greinilega að reyna að koma á svipuðu kerfi hérna og því sem að er í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Þeim gengur hins vegar enn ekki nægjanlega vel og allir skiftinemarnir geta því ekki fengið félaga eins og er. En þetta er að minnsta kosti gott framtak og það eru allir sem að hafa verið í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn búnir að lýsa fyrir fólkinu sem er að skipuleggja þetta hvernig þetta er þar svo þeir ætla að reyna að bæta sig.
Ég hef hins vega ekki hugmynd um hvernig þessu blessuðum ameríkukönum sem að ég talaði við í gær datt í hug að úrslitin úr kosningunum yrðu komin snemma morguns hérna í Ástralíu. Þeir voru allir að segja að maður þyrfti að vakan kl. 6 til að geta eitthvað fylgst með þessu. Þeir höfðu algjörlega rangt fyrir sér þar sem að þetta er enn í gangi og klukkan er að verða tvö.
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli