Ég er ekki í miklu skapi til að skrifa mikði í dag svo ég held að þetta verði bara stutt.
Ferðin til Rottnest var fín og það var gamna að sjá alla Qaukkana sem að lifa þarna. Þetta er einhverskonar lítil útgáfa af kengúrum og þessi dýr lifa einungis á Rottnest. Við eiddum tímanum að mestu í að slappa og af skoða eyjuna. Snorkluðum líka aðeins þó að það hafi nú ekki verið neitt rosalega mikið að sjá þá voru þarna nokkrar skötur og aðrir minni fiskar. Ég held meira að segja að mér hafi tekist að næla mér í smá lit í ferðinni. Ástralska sólin virðist vera farin að hafa smá áhrif á húðlit minn.
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli