Ég komst heil á höldnu til Melbourne og ég þurfti meira að segja ekkert að borga fyrir 9 kílóin sem að ég var með í yfirvikt svo að ég er bara nokkuð ánægð. Það stenst alveg það sem að allir ástralirinir segja að Melbourne sé mikil verslunarborg. Ég held hins vegar að ég reyni að taka það rólega í þeirri deildinni enda á ég í alveg nógu miklum vandamálum með ferðatöskuna mína núna, þó að ég fari ekki að bæta í hana. Ég verð bara að býða eftir að Hannes komi með nánast tóma tösku og þá get ég farið að vinna í að fylla hana.
Ég er svo sem bara búin að eiða deginum í að labba um miðbæinn og fara á eitt listasafn hérna. Það var hins vegar alveg ágætt og alltaf gaman að virða nýja hluti fyrir sér. Það voru nokkur mjög flott listaverk eftir frumbyggja á þessu listasafni Victoriuríkis. Mér fannt þau flottust sem að voru máluð á trjábörk. Ég ætla síðan að reyna að labba aðeins út fyrir miðbæinn á morgun og athuga hvort að ég finni skrúðgarðinn og stærsta íþróttaleikvanginn hérna. Ég sá líka í dag hæðsu bygginguna á suðurhveli jarðar en hún á víst að vera hérna í Melbroune, ég sel það nú samt ekki dýrara en að ég keypti það. Annars er eitt mjög undarlegt hérna í miðbænum. Á nokkrum gatnamótum er bílum bannað að taka hægribeygju (munið að það er vinstriumferð hérna) en þeir geta hins vegar gert eins og maður gerir á hjólunum á danmörkinni og farið yfir á grænaljósinu og síðan beðið fyrir framan hina bílana sem eru að býða á rauðu og þegar að ljósin skifta þá eru bílarnir sem ætluðu að taka hægribeygju þeir fyrstu sem að fara í raun beint. Ég skil þetta vel fyrir hjól í danmörku og víðar því þetta minnkar líkurnar á að maður verði keyrður niður þar sem að maður þarf ekki að býða á miðri götunni en það er hins vegar alveg stór furðulegt að sjá bíla gera þetta.
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli