þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Margt og mikið, lítið og skrítið

Það er ekkert sérstakt að frétta af mér núna svo að ég ákvað bara að stikla á hinu og þessu sem ég hef verið að hugsa um að undanförnu.

Allir skiftinemarnir hérna eru nú að fara að sjá fyrir endan á dvöl sinni. Fólk er þegar farið að segja "heldurðu að þetta sé í síðasta sinn sem við komum hingað" og þetta er allt að verða frekar dramatískt. Þetta vakti líka athyglisverða umræðu í grillinu á laugardaginn en við fórum að velta því fyrir okkur hver við ætluðum öll að fara í meðferð. Bandaríkjamennirnir voru á því að þeir væru í góðum málum og gætu komist í meðferð í Kaliforníu. Ég trúi því nú líka alveg, þeir voru hins vegar að bjóða okkur hinum að koma og halda þeim félagsskap. Við fundum nú hins vegar fljótt út úr því að það mundi nú örugglega ekki verða mikið úr afvötnun ef að við heldum hópinn. Ég trúi því hins vegar enn að ég sé alveg í góðum málum. Ég er ekki enn farin að drekka bjór fyrir hádegi svo þetta hlýtur að vera í lagi. Við segjum hins vegar bara ekkert um bjórinn sem ég er búin að drekka í dag. Hvað á maður að gera þegar manni er boðinn ókeypis bjór.

Það er líka farið að nálgast þann tíma að maður þarf að fara að huga að jólunum. Ég held nú að ég og Hannes séum búin að ákveða að halda okkur heima í danmörkinni þessi jólin. Mamma er hins vegar að suða í mér að koma heim. Þó ekki væri nema í smá tíma. Vandamálið er nú hins vegar að Hannes hefur ekkert rosalega mikinn möguleika á að taka sér frí og ég er ekki alveg viss um að mig langi eða hafi samvisku í að skilja hann einan eftir í Kaupmannahöfn. Sérstaklega eftir að hafa verið í burtu í 5 mánuðu og þar að auki eru þetta jólin. Það verður hins vegar örugglega gaman hjá okkur í jólaundirbúningnum þar sem að hann verður allur að gerast á 4 dögum eftir að við komum heim frá Baghdad. Það verðu nóg að gera að þvífa, skreyta, baka, elda, kaupa jólatré og fleira. Að minnsta kosti ætti okkur ekki að leiðast.

Fyrir utan að reyna að gera eitthvað smá af viti og læra þá er ég á fullu núna að reyna að skipuleggja eitthvað hvert ég og Hannes ætlum að fara þegar að hann kemur. Ég er nú reyndar nú þegar búin að ákveða að skreppa til Melbourne áður en að hann kemur. Ég ætla í fljúga þangað frá Perth 22. nóvember og síðan tek ég lest þaðan til Sydney á laugardeginum 27. Hannes kemur á sunnudeginum og þann hluta ferðalagsins er ég ekki alveg búin að skipuleggja ennþá. Ég held nú reyndar að við eigum eftir að leigja okkur bíl og aka norður austurströndina. Við förum alveg örugglega að minnsta kosti upp til Brisbane en ég veit ekki hvort að við komumst mikið lengra. Ég þarf hins vegar að fara að ákveða þetta til að get pantað bíl í gistingu og svona fyrir okkur.

Engin ummæli: