sunnudagur, október 31, 2004

Hrekkjavaka

Hrekkjavökupartýið á föstudaginn tókst bara nokkuð vel held ég. Ég skemmti mér að minnsta kosti mjög vel og ég held að flestir aðrir hafi gert það líka. Við skreyttum auðvitað kránna með blöðrum, borðum og pappagraskerum. Það kom mér reyndar á óvart hversu margir mættu í búningum, en það voru nánast allir sem að höfðu greinilega lagt á sig þónokkra vinnu til að geta vakið sem mesta athygli. Fyrir utan hrekkjavökupartýið var helgin nú frekar róleg. Í gær hittumst við bara nokkur og grilluðum saman og eyddum kvöldinu í að spjalla og taka því rólega. Við vorum ekki einu sinni á fótum lengi þar sem að hópurinn var að mestu uppgefinn eftir hrekkjavökupartýið svo það var bara haldið í háttinn á skikkanlegum tíma, jafnvel þó að það væri laugardagur.

Annars er ég farin að býða spennt með öllum bandaríkjamönnunum eftir úrslitum kosninganna þar. Það eru margir hérna sem að annað hvort eiga eftir að vera skæl borsandi eða grátandi á miðvikudaginn. En við skulum bara vona það besta og vonandi hafa bandaríkjamenn vit á því að losa okkur öll við Bush.

Engin ummæli: