miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Hvað lifir á loftinu?

Það er að minnsta kosti eitthvað sem lifir þar. Ég hef ekki hugmynd um hvað það er en ég get alveg látið ímyndunaraflið sjá um að gefa mér hinsar ýmsu miður skemmtilegar hugmyndir. Þannir er nefnilega málum háttað að þegar að maður er að fara að sofa á kvöldin og allt er orðið hljótt og stundum líka jafnvel þó að maður sé að hlusta á tónlist eða horfa á sjónvarpið, þá heyrir maður eitthvað tríttla um á loftinu. Það er ekkert roslega gaman að heyra þetta en að minnsta kosti get ég verið viss um að það séu ekki snákar þarna því að það mundi að minnsta kosti ekki heyrast svona í þeim. Ég er farin að taka upp á því að stilla tónlistina mjög hátt og svo breiða sængina upp yfir höfuð þegar ég fer að sofa. Ég hreynlega bara býð eftir því að það eigi eitthvað kvikindi eftir að detta niður um eina af lofttúðunum.

Annars eru ekki enn komin úrslit úr kosningunum í Bandaríkjunum svo það býða enn allir spenntir hérna. Eins og er þá lítur þetta vel út en ég er samt ekki viss. Ég hef það einhvernvegin á tilfinningunni að maður eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum í dag og þurfi að lifa með Buch næstu 4 árin. Ég hef hins vegar oft rangt fyrir mér svo ég vona bara að þetta verði eitt af þeim skiftum.

Engin ummæli: