Vitið þið hvað það er erfitt að finna hina ýmsu hluti þegar að maður þekki ekki margt fólk á svæðinu sem að á stóran vinahóp. Ég er nefnilega núna að reyna að finna plötusnúð fyrir hrekkjavökupartýið sem að klúbburinn sem að ég er í er að skipuleggja. Við erum öll skiftinemar sem að erum í klúbbnum og þekkjum ekkert rosalega marga ástrali, heldur aðallega hina skiftinemana. Það er þess vegna engin sem að þekkir einn einasta plötusnúð. Ég hef þess vegna undanfarna daga verið að senda email á alla sem að mér dettur í hug til að reyna að fá upp úr þeim einhver nöfn. Vandamálið er hins vegar að það hefur enginn svarað til baka ennþá :-)Þetta sýnir bara hvað hlutirnir verða erfiðir þegar að maður veit ekki nákvæmlega hvert maður á að leita og við höfum líka verið að baksa við að finna húsnæði þar sem að við vitum ekki einu sinni hvort að það eru einhver félagsheimili í nágrenni skólans sem að við getum fengið að leigja fyrir svona partý. Þetta er nú svo sem allt að smella saman og við erum búin að finna stað og plötusnúð og erum núna aðallega að athuga hvort að við getum fundið eitthvað annað ódýrara. Þetta þýðir hins vegar líka að mig vantar búning fyrir hrekkjavökuna. Svo ef að þið hafið einhverjar hugmyndir þá megið þið alveg endilega senda mér email eða skrifa komment við þessar skriftir. Þetta þarf helst að vera eitthvað sem að ég get fundið í búðum sem selja notuð föt. Hverju á maður til dæmis að klæðas ef að maður ætlar að vera 80´tís eða pönk eða eitthvað svoleiðis?
miðvikudagur, október 13, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli