mánudagur, október 11, 2004

Erfiðisvinna

Föstudagurinn var alveg frábær dagur hérna í Perth. Það var mjög gott veður og ég, Vanessa og Anna fórum í lautarferð í almenningsgarði (Kings Park) í miðbænum. Við tókum smá nesti með okkur og sátum þarna í góða veðrinu og nutum útsýnisins yfir ánna og borgina. Þegar að við vorum búnar að slappa smá af og okkur far varið að vera ansi heitt þá ákváðum við að fara til Subiaco til að fá okkur ís. Það er ísbúð þar sem að samkvæmt Önnu selur besta ísinn í Perth. Þetta var nú reyndar líka frekar góður ís þegar að til kastanna kom svo ég get nú ekki sagt að ég hafi kvartað. Um kvöldið fórum við, ásamt svo mörgum öðrum, í partý hjá Sonju, Kitty og Vicky. Þetta var fínt partý og þær höfðu eldað alveg rosalega gott Tacko og Chilli con Carne þar sem að það var mexikóskt þema í þessu parýi. Súkklaðibitakökurnar sem Kitty bakaði voru líka algjört æði. Það fór að minnsta kosti enginn svangur heim úr þessu partýi.

Þessi sjálfboðavinna sem að ég tók þátt í núna um helgina var frekar erfið. Við vorum bæði að mála og líka í garðyrkju og ég eyddi megninu af helginni í að moka og keyra hjólbörur. Þetta var nú ekki eins mikið smábæjarsamfélag sem að við fórum til eins og ég hafði kannski búist við og mér fannst þetta nú bara vera mjög venjulegur lítill bær. Það sem að var athyglisverðast var kannski helst að við fengum kvöldmat og gistingu hjá heimafólki í bænum. Ég og önnur stelpa fróum því til eldri hjóna í bænum og þetta var frekar athyglisvert því þau gátu sagt okkur allt um bæinn og nágrannasveitirnar og hvernig þetta samfélag hefur þróast í gegnum árin. Þetta var sem sagt alveg ágætis helgi en ég get nú svo sem ekki sagt að ég mundi alveg endilega vilja gera þetta aftur í bráð. Kroppurinn held ég líka að mundi ekki vera neitt sérlega ánægður með annað en að fá smá hvíld næstu dagana. Ég þarf að minnsta kosti að reyna að losna við allar blöðrurnar úr lófunum.

Engin ummæli: