Ástralir, eins og aðrir, nýta sér öll tækifæri sem hugsast geta til að halda veislur og hittast og drekka smá bjór. Það var því haldin Októberfest, sem er þýsk bjórveisla í gær. Þetta var haldið á kránni hérna í skólanum og það var rosalega mikið af fólki. Það var líka mjög góð stemming þarna og maður gat skemmt sér við að hlusta á þýska þjóðlagatónlist og drekkar þýskan bjór sem að maður þurfti reyndar að standa í frekar langri röð til að næla sér í.
Ég er að býða eftir því núna að hitta allt fólkið frá skiftinemaklúbbnum. Það eru að koma menn frá einu af áströlsku fótboltaliðunum hérna í Perth og þeir ætla að reyna að kenna okkur undirstöðuatriðin í Áströlskum fótbolta. Þetta á örugglega bæði eftir að vera áhugavert og skemmtilegt þar sem að það verðu gaman að sjá þegar að fólk fer að reyna að sparka þessu boltum því þeir geta farið í flestar áttir aðrar en þar sem að maður miðar. Það er líka algjörlega óskyljanlegt fyrir mér hvernig það er hægt að drippla þessum boltum. Þeir eru ekki hringlaga heldur ílangir og það er þess vegna ekki sama hvernig þeim er dripplað. Ég var að æfa mig smá á síðustu helgi en ég get nú ekki sagt að það hafi orðið mikil framför.
Ég var að heyra að það er búið að aflýsa fótboltakennslunni. Ég er frekar vonsvikin þar sem að mér hlakkaði mikið til. Vonandi verðu hægt að gera þetta einhverntíman seinna. Núna þarf ég þá bara að finna mér eitthvað skemmtilegt að gera í dag. Kannski ég fari og verslu eða eitthvað annað álíka heiladautt.
laugardagur, október 16, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli