Á fimmtudaginn hitti ég Auðbjörgu. Hún stundar líka nám hérna við Curtin og hún er reyndar eini íslendingurinn sem að ég veit um hérna. Við fengum okkur hádegisverð saman og skemmtum okkur við að ræða um hversu mikill munur væri í raun á samfélaginu hérna og á Íslandi. Við vorum líka báðar sammála um að við gætum ekki búið hérna þó að þetta væri rosalega fínn staður til að eiða smá tíma og njóta smá sólar og sumars. Auðbjörg er reyndar búin að vera hérna lengur en ég, hún verður alls í eitt og hálft ár hérna. En það var mjög gaman að hitta hana og spjalla smá saman á íslensku. Við vorum hins vegar líka sammála um að það væri kannski bara ágætt að það væru ekki fleiri íslendingar hérna því að við höfum ekki möguleika á því að hópa okkur saman eins og sumt fólk af öðrum þjóðernum gerir og eins og íslendingar gera í t.d. Kaupmannahöfn.
Ég og Vanessa tókum því rólega í gær og við fórum bara að borða og í bíó um kvöldið en ekki neitt út að skemmta okkur. Ég er búin að finna 5$ shakinn hérna í Perth. Þessi shake er hins vegar alveg þess virði svo nú á ég örugglega eftir að stunda þennan stað bara til að geta keyp shake. Við sáum Shark Tale og hún var frekar fyndin. Ég elskaði þegar að hákarlinn dulbjó sig sem höfrung :-) og að hann var græmetisæta. Þetta er að minnsta kosti mynd sem að er alveg þessi virði að sjá.
sunnudagur, október 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli