Þá held ég að það sé loks komið alvöru sumar hérná í Ástralíu. Það er búið að vera sól og sæla hérna undanfarna dag með yfir 25 stiga hita. Ég veit nú ekki hvort að þetta sé mjög gott fyrir lærdóminn þar sem að mig langar bara að hanga úti og sóla mig. Ég reyndi aðeins í gær að sitja úti og lesa en það er hins vegar eiginlega of heitt fyrir það og maður þarf að færa sig í skuggan eftir 10 mínutur. Ég held að ég ætli að reyna að vera duglega að læra í vikunni og þá hef ég vonandi tíma til að fara á stöndina eða í Kings Park á næstu helgi.
mánudagur, október 18, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli