Þetta var það sem að ég gerði um helgina fyrir utan að finna grímubúning fyrir hrekkjavökupartýið á næsta föstudag. Þetta var sem sagt helgi þar sem að ég gerði auðvitað allt annað en það sem að ég átti að vera að gera en það var auðvitað að læra. Þetta var nú svo sem ekkert neitt rosa partý helgi þar sem að þetta var nú mest allt gert í hinum mestu rólegheimu. Við hittumst nokkur á föstudagskvöldið og eiddum smá gæðatíma saman og skemmtum okkur við að spila Scrabble og Pictonary. Það var mjög gaman að eyða kvöldstund með vinunum þar sem að það var ekki svo há tónlist að það er varla hægt að spjalla og svo margt annað fólk sem að maður kannast við og þar því líka að heilsa upp á.
Okkur tókst ekki að finna grímubúning þrátt fyrir mikla leit á föstudeginum en á laugardaginn fann ég hinn fulkomna kjól í búið hjálpræðishersins. Þetta er alveg rosalega bleikur 80'tís kjóll og síðan er pylsið líka með tjulli svo hann stendur út í loftið. Eina vandamálið er að hann er alveg í það minsta svo ég get eiginlega ekki andað mjög djúp þegar ég er í honum en ég mér fannst hann bara svo frábær svo ég stóðst ekki freystinguna. Núna þarf ég bara að kaupa mér brúsa af hárlakki svo ég get túberað hárið og rosalega bleikan varalit og naglalakk og þá er þetta komið.
Á laugardagskvöldið var svo ferðinni heitið niður í bæ þar sem að fór fram Gay Pride skrúðganga. Það voru auðvitað helling af áhugaverðum búningur þar sem að hefðu líka komið sér vel fyrir hrekkjavökuna. Þetta var nú svo sem ekki eins stór skrúðganga eins og ég hafði búist við en það var smá flugledasýning í lokin sem ég gat notið. Mér finnst alveg rosalega langt síðan að ég hef séð einhverjar alvöru flugelda ég veit nú ekki alveg af hverju þetta skiftir mig nokkur máli.
Á sunndudaginn var síðan haldið á tónleika. Þetta voru útitónleikar sem stóðu allan daginn. Við mættum á svæðið upp úr ellefu um morgun og plöntuðum okkur á grasið þar sem að við lágum og sóluðum okkur og hlustuðum á góða tónlist langt fram eftir degi. Það kólnaði reyndar dálítið mikið með kvöldinu en við höfðum vit á því að taka fatabyrgðir með okkur svo við dúuðum okkur upp og fórum að dansa til að halda á okkur hita. Þetta voru einungis ástralskar hljómsveitir sem að voru að spila þarna og ég veit nú ekki hversu margar af þeim þið þekkið en mér fannst að minnsta kosti 28 days og The Living End bestar og svo var Jet líka að spila. Þeir voru bara ekki eins krafmiklir eins og ég hafði búist við en þetta hafa samt örugglega verið frábærir tónleikar fyrir fólk sem að þekkir öll lögin þeirra og getur sungið með.
Nú er hins vegar vinnuvikan byrjuð aftur og ég hef nóg að gera. Er að fara í eitt stutt próf í dag og síðan þar ég að halda kynningu á morgun. Á fimmtudaginn er svo komið að verkefnaskilum. Ég hef nú svo sem ekki miklar áhyggjur af þessu sem að kannski sést á því hvernig ég er búin að eyða helginni.
mánudagur, október 25, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli