föstudagur, október 22, 2004

Búningaleit og afslöppun

Ég held að þetta sé uppskriftin af því sem að eigi að gera í dag. Ég og Vanessa ætlum að halda niður í bæ og athuga hvort að okkur verið eitthvað ágent með að finna búnina fyrir hrekkjavökupartýið sem að er eftir viku. Ég held að stefnan sé núna tekin á búningaleigur í staðin fyrir búðir sem selja notuð föt þar sem að okkur hefur ekkert orðið ágent þar. Það hefur svo sem alveg verið mögulegt að finna rosalega hallærisleg föt sem að hefði verið hægt að nota sem búning ef að þau hefðu passað.

Afslöppunin sem að á fylgja á eftir þessari búningaleit felst í að fara í Kings Park og liggja þar og lesa góða bók. Bók sem að ekki hefur neitt að gera með skólan enda er hvort sem er allt of heitt til að vera úti og læra. Annars virðist eitthvað vera rólegt í partýdeildinni þessa helgina. Það hefur ekki heyrst af neinu stóru partýi sem að sýnir bara að allir eru á fullu í skólanum og að reyna að klára eitthvað af þessum verkefnum sem að fólk á að skila. Það er hinsvegar heilsdags tónleikar á sunnudaginn sem að margir ætla að fara á, þar á meðal ég. Ég þekki nú ekkert rosalega mikið af hljómsveitunum sem að eru að spila þarna en það veður að minnsta kosti Jet og einhver fleiri áströlsk bönd. Það verður örugglega alveg geðveikt að sitja úti allan daginn og njóta góðrar tónlistar og góða veðursins. Ég þarf bara að muna að næla mér í meiri sólarvörn áður en að ég fer af stað.

Engin ummæli: