fimmtudagur, október 28, 2004

Hræðileg lykt

Ég er búin að standa síðustu fjóra tímana yfir grilli hérna í skólanum og ég lykta eftir því. Við í skiftinemakúbbnum vorum að selja grillaðar pylsur í fjáröflunarskini. Við keyptum hundrað pylsur og seldum þær á 3 tímum, sem að er alveg ágætt. Þetta var smá fjáröflun til að við getum borgað fyrir hrekkjavökupartýið sem að verður á morgun. Ég er hreynlega að býða eftir því að komast heim í sturtu en ég þarf að fara í tímann sem að ég hef kl. 17.30 til að skila verkefni. Ég er hinst vegar alveg á því að sleppa þessum blessuðum tíma sérstaklega þar sem að þetta er síðasta verkefnið sem að ég þarf að skila og það er ekkert próf svo ég á að minnsta kosti ekki eftir að missa af neinu mikilvægu.

Annars er kominn stress fýlingur í marga hérna. Næsta vika er síðasta kennsluvikan og það eru allir með alveg helling af verkefnum á herðunum og annað eftir því. Ég get nú ekki sagt að ég hafi það neitt betra en ég reyni nú samt að halda stressinu smá í skefjum að minnsta kosti enn sem komið er. Ég er að fara að vinna aðeins meiri sjálfboðavinnu á morgun, ég er að fara að selja eitthvað dót til styrktar unglingum með krabbamein. Ég veit ekki alveg hvernig ég var plötið til að gera þetta allt en svona er þetta þegar maður þekkir þá sem að eru að skipuleggja hlutina.

Engin ummæli: