mánudagur, október 04, 2004

Myndir, vonandi bráðlega

Ég er að vinna í því núna að koma myndum frá síðasta ferðalagi inn á netið. Þetta gengur nú svo sem ekkert neitt rosalega hratt fyrir sig í gegnum þessa internettengingu hérna í skólanum. Það getur nú líka kannski verið hluti af vandanum að það er ekkert stutt frá Ástralíu til Danmerkur svo þetta tekur smá tíma. Ég vona nú reyndar að ég eigi eftir að geta klárað þetta á morgun á þá ættu að vera alveg helling af nýjum myndum á netinu.

Ég helt að þessi helgi ætti eftir að verða róleg þar sem að við værum að jafna okkur eftir ferðina en það var nú reyndar ekki raunin. Það er stærðarinnar sýnin í gangi hérna í borginni núna. Þettta er árlegur viðburður og það er búið að vera svo mikið talað um þetta í útvarpi og sjónvarpi að ég og fleiri skiftinemar vorum forvitin að sjá hvað þetta væri. Við drifum okkur því á svæðið í gær og löbbuðum um. Yfirskrift sýningarinnar í ár er "Borg og sveit mætast" og það mátti alveg sjá á öllum dýrunum og tækjunum sem voru þarna. Það var hægt að sjá allt frá Emu ungum til nauta sem voru 1.1 tonn á þyngd. Síðan var auðvitað stærðarinnar tívolí á staðnum og alveg helling af sölubásum og öllu svoleiðis sem alltaf fylgir svona viðburði. Þetta var bara nokkuð gaman en ég get nú ekki sagt að ég hafi fræðst mikið um hvorki borgina né sveitina.

Núna er hins vegar skólinn byrjaður aftur. Ég þarf aðeins að fara að taka mig á í verkefnavinnu þar sem að ég á að skila þremur stórum verkefnum fyrir lok annarinnar. Ég er líka búin að bóka næstum allar helgar þangað til svo ég get ekki nýtt mér þær til að læra. Ég hef hins vegar alveg trú á að þetta eigi eftir að reddast svo ég er ekki orði neitt stressuð enn sem komið er. Ætla nú samt ekkert að segja um hvernig það verður dagin áður en að ég þarf að skila :-)

Engin ummæli: